Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Page 52
52
inn undan bakkanum í botninum á ánni eru einlægar móhellur, og
í bakkanum, sem er að brjóta, sjást móhellur eða mólög. f>etta
hefi eg sjálfr séð; á eyrinni fyrir sunnan ána geta og hafa verið
nógar móhellur, enn grjót og sandr og sumstaðar jarðvegr er kom-
inn ofan á. í kringum Hof eru og nœgar móklappir niðri í jörð-
unni; merki þess hefi eg séð. Eg lagði mikla alúð við að rann-
saka þetta, sem öllum var áðr ljóst, af því sem hér hefir breyzt.
Eg skal og' geta þess, að í ánni skamt fyrir framan hið forna vað
hefir fyrir nokkurum árum fundizt ákaflega stórt brýni, sem er rúm
5 kvartil á lengd, ávalt, flatt við, mjótt til beggja enda, alt brýnt.
Brýnið er sérlega gott til bits; keypti eg það fyrir 4 kr.. með því
að eg hefi aldrei séð slíkt brýni; hefir það verið haft í fornöld til
að brýna á verkfæri yfir höfuð, smærri og stœrri; er og til þess mjög
hentugt. f>etta getr verið brýni Ketils hœngs eða þeirra feðga
Valgarðs eða Marðar(?).
Eg skal og geta þess, að Ingigerðr, móðir Jóns bónda á Hofi,
hefir sagt eftir forfeðrum iranns síns, að einn af þeirra ættfeðrum,
Jón Filippusson lögsagnari, hafi flutt bœinn á Hofi úr hinum gamla
stað, þangað sem hann stendr nú. Hefir það þá verið á síðara
hlut 17. aldar(P).
Austr frá bœnum nýja Hofi, austr á brekkunni við túngarðinn,
er sýnd lioftóft; hún er mjög niðrsokkin og vallgróin, og þannig
orðin mjög óglögg; þó mun óhætt að fullyrða, að þetta er forn
tóft; hún hefir frá ómuna tíð, svo lengi sem menn vita, verið köll-
uð hoftóft eða goðahús. Rétt fyrir sunnan hoftóftina heitir Goða-
Idg, stór laut og nokkuð djúp. Tóft þessi snýr frá austri til vest-
urs; í vestra enda hennar sýnist vera afhús og þar þykkr millum-
veggr með engum dyrum á (það er glögt). í nyrðra hliðvegg við
millivegginn sýnast dyrnar hafa verið. Afhúsið er orðið mjög ó-
greinilegt, því að tvö lambhús hafa verið bygð við enda þess, eða of-
an á gaflhlaðið. Tóftin er 48 fet á lengd að lambhúsunum, að því
er mælt verðr, og 18 fet á breidd. J>að sern eg gat mælt af af-
húsinu, var um 17 fet af miðjum milliveggnum. Eg fekk mér tvo
menn og ætlaði að grafa upp alla tóftina. Eg lét fyrst grafa gröf
ofan í aðalhúsið, rétt við millumvegginn, til að prófa gólfið, 3x/2
al. á dýpt og 3 al. á lengd, og aðra gröf lét eg grafa í austrenda
tóftarinnar við gaflinn, af sömu dýpt og stœrð, bæði til að prófa
gólfið og leita að grjóthleðslu. Eg fann hér hvergi leifar af gólf-
skán eða neinu þess konajr. Neðst í gröfunum vóru lög af svört-
um sandi og gulleitum leir, og var þá komið niðr fyrir alt gólf og
mannaverk. Eg sannfœrðist um, að ekkert grjót er í þessari tóft
(því lét eg ekki grafa meir með veggjunum), sem ekki er við að
búast, þar sem ekkert grjót er í öllum Ilofs bœ (nýja bœnum), og