Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Síða 63
Raimsófenir sögustaóa,
sem gerðar vóru 1885 í Rangárþingi og i
Skaftafellsþingi vestanverðu.
Bítir
Sigurð Yigfússon.
(Ritgerðin er ófullger af hendi höf., og ekki annað en óheil-
leg uppköst á lausum blöðum).
J>á er eg var heim kominn úr rannsóknarferð minni um Rang-
árþing og víðar 1883, og fór að athuga árangr ferðarinnar, einkum
i sambandi við Njáls sögu, sá eg það brátt, að þessi rannsókn
(1883) krafði annars meira. Var það einkum tvent sem betr
þurfti að rannsaka; annað var hið einkennilega hvíta efni, sem eg
hafði fundið við gröftinn á Bergþórshvoli, sem vakti þegar mikla
eftirtekt, svo sem kunnugt er orðið. Hitt atriðið var um reið Flosa
alt austr frá Svínafelli til Fiskivatna og fyrir norðan Eyjafjallajök-
ul'; það stendr í svo nánu sambandi við aðalatriði Njáls sögu, að
nauðsyn bar til að rannsaka það, til þess að fá nœgilegt yfirlit um
aðalefni sögunnar. Eftir því áliti, sem menn hafa alment haft um
Fiskivötn þau, sem Njála nefnir, var það hinn örðugasti staðr við-
fangs, og því einkar þýðingarmikill fyrir söguna. f>að var því á-
kveðið, að eg fœri austr aftr sumarið 1884, alt austr á Síðu og fyr-
ir norðan jökul Fjallabaksveg. Enn þegar hér var komið sögunni,
varð eg sjúkr og lá allan fyrra hlut sumars, enn þegar eg varð að
nokkuru heill seint i ágúst, var mér fastlega ráðið frá því af kunn-
1) Um bæði þessi atriði, nhvíta efniðn (»skyr Bergþóru*), sem V.Storck
rannsakaði efnafræðilega (sjá 'Viðbœti við Arb. 1887), og reið Flosa til
Fiskivatna o.s.frv., ætlaði Sigurðr Vújfússon að rita, meðal annars, íþessum
ritgerðum (eða ritgerð, þvf að allar þessar rannsóknir um Njálu áttu að
vera í einni heild, sem framhald af ritgerðinni í Arb. 1887, bls. 1—37),
hefði honum enzt aldr til. V. Á.