Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Qupperneq 72
72
eftir. Undir þessum bakka fundu synir bóndans í Fljótsdal fyrir
fám árum grjóthleðslur tvær, með millibili, sem tóft. í fyrra fundu
þeir hér greinilegan vott af ösku og viðarkolum. Ná í ár, þegar
eg kom, fundum við það sama, enn með því að hér er alt að brjóta
upp og blása, er ómögulegt að sjá frekara. þ>að eru því allar lík-
ur til, að bœrinn fórólfsfell hafi staðið á þessum stað, og að bœr-
inn hafi þá verið fluttr litlu vestar, þar sem hann nú stendr, og
hafi þá fengið annað nafn. þ>ess má geta, að lítil á, sem heitir
Marðará, rennr á milli Fljótsdals og þ>órólfsár. Neðan frá Berg-
þórshvoli hefir verið eða er átta tíma ferð með lest.
Fyrir innan pórólfsá í gljúfri einu, er hellir einn, 11/2 mannhæð,
uppi í berginu; dyrnar eru litlar; hann liggr niðr á við, þegar inn
kemr. Flellirinn er að því leyti merkilegr, að hann er sem skreyttr
allr innan með rósahríslum af dropasteini.
Tröllagjá liggr alt upp undir Einhyrning að framan, breið og
mikil gjá með sléttum sandbotni. Eystri veggr hennar er stand-
berg og ákaflega langr, enn hínn veggr er ekki eins fallegr. Of-
an í gjána er riðið, þegar að neðan er komið, og liggr vegrinn
eftir henni. petta er inni í Grœnafjalli.
pess skal og getið, að nokkuru nær bœnum eru fornar tóftir,
sem líta út fyrir að vera útihús frá þórólfsfelli.
pessi vottr, sem fanst, er um 2 álnir undir yfirborði jarðar.
Streitur heita hamrar nokkurir undir þórólfsfelli að sunnanverðu.
pessar Streitur eru framar enn Lausalda, og þegar fljótið skiftir
sér, er það aldrei fyrr enn fram undan Streitum, og þannig var
það, þegar það rann í pverá. pannig verðr Lausalda, og hefir
verið, ætíð fyrir norðan Fljót, og svo hefir verið í allra manna minn-
um, sem nú lifa. Aðalfarvegr fljótsins liggr því með þórsmerkr-
rana.
Fremri Emstráin fellr í þröngum gilfarvegi; er eiginlega sem
smágil fyrst frá jöklinum, sem slitnar að mestu i sundr miðja vega
frá jökli; í því skarði, sem hér myndast, er farið yfir, enn ekki ann-
arstaðar. pað sem gerir ána oft lítt fœra er, að hún liggr í
þrengslum. Sighvatr alþingismaðr hefir tvisvar farið yfir þessa
Emstrá fremri, öðru sinni lítt fœra af hlaupi, enn í hitt sinnið var
hún svo vatnslítil, að hann óð yfir hana.
Á Goðalandi.
(5- sept.).
Einar bóndi i Mörk segir mér, að hann hafi sjálfr séð fornar