Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 73
73
götur, sem liggi í skarðinu, sem farið er ofan í Emstrána fremri.
^að vóru tvær götur; önnur dýpri, enn önnur grynnri. f>etta var
á litlum jarðvegi, sem eftir var óblásinn, enn sandr alt í kring.
Inn af Krossár-,aurunum‘ og alt upp undir jökul liggja þessar
tungur: Nyrzt eru Teigstungur, svo Múlatungur og syðst Guðrún-
artungur. Allar þessar tungur liggja á vinstri hlið, þegar riðið er
inn með Goðalandi að austan. Hæsti hnúkrinn á Goðalandi heitir
Utigönguhöfðv, norðan í honum heita Nautahyllur. Réttafell heitir
fremst í Goðalandi. Básar heita norðan í Utigönguhöfða; þar er
yndislega fallegt land, grasi og skógi vaxið.
Fagriskógr heitir þar efra, fremst norðan í Stakkholti, nær við
Steinsholtsá; þar sést einungis votta fyrir einstaka hríslu, sem ekki
verðr komizt að. Menn vita fyrir vist, að skógr hefir verið eftir
endilöngu Langanesi, að öllu eyðilagðr af mannavöldum nú fyrir
fám árum. í Nauthúsagili stendr eftir reynihrísla; hún mun vera
um 30 fet. þ>að vóru ítök í Langanes; Holtsmáldagi telr skóginn
með Sauðhömrum; svo kemr frá öðrum jörðum Steinaskógslágar
og Breiðaskriða. Yfir tunguna allra neðst á Goðalandi, þar á slétt-
unni, eru gamlar götur greinilegar, alls 10 í röð. f>ær eru flestar
uppgrónar, nema sú ein, sem farin er. Krossár-,aurarnir‘ eru
greiðfœrir og sléttir niðr frá Langadal og má ríða þá tafarlaust.
J>etta hefi eg farið fjórum sinnum, og ekki þurft að fara nema
einu sinni yfir Krossá, sem einkanlega í annað sinn var svo litil,
að hún var ekki nema f hné.
Hoftorfa er kölluð brött brekka austan í öldunni við Steins-
holtsá; þar er stór steinn nokkuð jarðfastr, enn hér ómögulegt að
bœr hafi staðið. Framar á holtinu, ekki í bratta, stendr ákaflega
stór- steinn, sem auðsjáanlega ekki er hruninn úr jökulhlaupinu.
Hann er vel tvær mannhæðir á hæð og víst 4 faðmar í þvermál.
Aðrir steinar eru þar ekki stórir, nema grjót, sem komið hefir úr
síðasta gosi Eyjafjallajökuls, sem einmitt á þessum stað hefir hlaup-
ið niðr.
Upp með öllu Langanesi eru auðsjáanlega fornir fljótsbakkar
háir; það hefir þvi runnið hér nær, áðr enn hlaupið úr Eyjafjalla-
jökli, sem áðr er nefnt, hefir líklega bægt því norðr á við. Norð-
an í Stakksholti eru enn leifar af undirlendi, grasi vöxnu, á tveim
stöðum, einkanlega þar upp með. Krossár-,aurar‘ eru víst tvær
mílur á lengd; vér vorum 2 kl.tíma að ríða þá endilanga, enn vfða
seinfarið. Hvanná, sem skilr Goðaland og Stakksholt, er bergvatn;
fellr niðr íþröngum og djúpum gljúfrum alt ofan frá jökli að Stakks-
flötum, eða neðstu tungunni á Goðalandi.
Stóramörk er inst; það eru bœir þrír saman. Miðmörk er þar
upp undan, og Syðstamörk nokkuru sunnar. Milli Miðmerkr og
10