Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Síða 76
Rannsóknarferð
um Húnavatns og Skagafjarðar sýslur 1886.
Eftir
Sigurð Vigfússon.
Ferðasaga.
Miðvikudaginn hinn 4. ágúst fór eg af stað úr Reykjavík og
austr á pingvöll og var þar um nóttina. Daginn eptir (5. ág.) fór
eg norðr Kaldadal að Kalmanstungu. A þeirri leið er ekkert
fornfrœðilegt að athuga, nema Ilallbjarnarvörður eða Sceluhúsin,
sem eru til vinstri handar við veginn. þ>ar féll Hallbjörn, son Odds
frá Kiðjabergi Hallkelssonar, er drepið hafði konu sina, Hallgerði,
dóttur Tungu-odds, fyrir frænda hennar Snæbirni galta (Land., útg.
1843, bls. 153). í Sæluhúsum andaðist Jón biskup Vídalín 30. á-
gúst 1720 (J. E. Árb. ix. 54). Fyrir sunnan Geitlandsána, fyrir
neðan gilið, sem riðið er niðr, þar á eyrinni, sést fyrir garði og
rústum, og þaðan sést og móta fyrir, að bœr hafi verið í Geitland-
inu fyrir norðan ána, ofar i stefnu. í austr-landnorðr frá Kal-
manstungu, spottakorn frá túninu, rétt á bakka Hvítár, er grjót-
hóll, sem heitir Kalmanshóll. Ofan á honum er lausagrjót, og gæti
Kalman verið grafinn þar1. J>ar er hár bakki að ánni. Hraun,
þar sem friðla Kalmans bjó, er fyrir sunnan ána (Landn. útg. 1843,
bls. 65). Frá Kalmanstungu hélt eg daginn eftir norðr Arnar-
vatnsheiði. Skamt norðr frá Búðará er hár höfði, sem heitir Grett-
ishöfði. Fram undan honum gengr mjór tangi út í Arnarvaín.
Fyrir norðan tangann skerst inn vík, milli hans og klettahöfða
við vatnið að norðan. Á norðrhlið tangans, framan til við víkina,
er hár bakki að vatninu og aðdjúpt mjög. J>ar hefir Grettir kafað
1) Sbr. »ok er haugr haus (0: Kalmans) á Hvítárbakka fyrir sunnann
(Landn. Isl.s.2 i. 65).