Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 78
78
i. 41—42, sbr. Kristnis. 2. k.: Bisk s. i. 5—6; Vatnsd.s., útg. Leipz.
1860, bls. 76—77; Melab. af Landn., útg. 1843, bls. 183). Réttþar
fyrir framan (sunnan) er bœrinn Grímstunga, er áðr hét í Grímstung-
um (Vatnsd.s. og Hallfr.s. i Forns., Leipz. 1860, sbr. Grímstungna-
staðr: Flat.ann. 1394, Storms útg. bls. 425)h f>aðan héldum vér
fram í Forsœludal, því að f>órhallsstöðum var ferðinni heitið. Eg
hygg, að Forsœludalr byrji fyrir framan Grímstungu, enn annars
er hann ekkert annað enn framhald af Vatnsdal, er beygist þar
til austrs, og er landslag hið sama, nema hvað dalrinn smárojókk-
ar, eftir því er framar dregr, og fjöllin eru hálsmynduð og kletta-
laus, eigi brött, og grösug, einkum að norðanverðu. Frá Gríms-
tungu að þórhallsstöðum kann að vera fram undir hálfa milu.
þórhallsstaðir standa fyrir vestan (sunnan) ána í Forsœludal á hæð,
eða upphækkun mikilli við ána. Undirlendi er þar nokkuð og er
stór graseyri fyrir heiman (neðan) bœinn og önnurfyrir framan hann,
og er þar þó mikið af brotið, því að áin hefir brotið þar stóran bug
vestr á við, og liklega mikið af tóftum. f>ar sem hæst er, stendr
stór tóft, sem Hklega er gömul skálatóft eða bœjartóft; ofan á
hana hefir þó verið bygt. Hér flutti Lárus Blöndal sýslumaðr
kvæði icm Glám, er ort hafði skáldið Grímr Thomsen. Önnur tóft
er nær ánni. J>órhallsstaðir eru því nær á móti Koti (Torfastöð-
um), sem er að vestanverðu við ána. Bœrinn Forsœludalr er stuttri
bœjarleið ofar. Tveim stuttum bœjarleiðum fyrir framan fórhalls-
staði, og þeim megin ár, stendr grashóll lítill, með bolla ofan i og
grjótdrefjum umhverfis, er heitir Glámsþúfa. þ>ar eð eg hafði i
hyggju að rannsaka sögustaði í Vatnsdal á suðrleiðinni, snöri eg
um kvöldið heim til Kornsár 0g var þar um nóttina.
Daginn eptir (g. ág.) var eg um kyrt að Kornsá oggerðidag-
bók mina. Nautalúsmóar heita skamt fyrir sunnan hinn gamla
farveg Kornsár; sést þar móta fyrir girðingum, enn lítið fyrir túni.
þ>ar innan í eru upphækkanir, sem auðsjáanlega eru byggingar-
leifar. þ>ar hefir verið bœrinn að Nautabúi, þar sem þ>órir hafrs-
þjó Ingimundarson bjó (Vatnsd.s., útg. 1860, bls. 44). þ>aðan er
skamt (svo sem stekkjarvegr) fram til Undornfells. — Fyrir utan
Kornsá, millum og Gilsstaða, sem er stutt bœjarleið, er grashóll
aflangr við veginn, er heitir Stekkjarhóll. J>ar skamt fyrir utan
heitir Stekkjarholt. Á því er lítil upphækkun, sem heitir Ingólfs-
leiði, rétt við götuna neðan til. Upphækkun þessi er lág og lítil
um sig, enn gæti þó verið dys. Grafið hefir verið á ‘leiðið’ og liggr
1) 1 Gnmstungu er bœrinn nefndr í Flateyjarb. i. 302—203, í_ Forn-
m.s. ii. 6, 0. s. frv., enn sjólfsagt er það yngri mynd. E. Ó. B,