Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 79
79
grjótið til beggja hliða, og er því eigi til neins að leita þar1. —
Daginn eftir (io. ág.) var ófœrt veðr að heita mátti, bleytukafald
og myrkviðrisþoka, stormr og heljarkuldi, versta veðr; snjóvaði of-
an fyrir miðjar hlíðar. þ>ann dag var eg um kyrt að Kornsá.
Miðvikud. ii. ág. fór eg frá Kornsá. Almenningsvegr liggr
í vestanverðum dalnum, enn eg fór austr yfir á og þar ofan dal,
og liggr vegrinn milli Hvamms og Hjallalands meðfram Flóðinu
eftir hinni miklu urð, sem er vestan í Vatnsdalsfjalli (Jörundarfelli).
þ»ar austr af er Deildarhjalli. Yfir Vatnsdalsá hélt eg á Skriðu-
vaði og hélt um kvöldið að Steinnesi. Daginn eftir (12. ágúst) fór
eg árla dags að J>ingeyrum, og hafði þar œrið að rannsaka til
kvölds. Stígandahróf (Vatnsd. s, útg. 1860, bls. 28; Landn., útg.
1843, bls. 177, sbr. 176. neðanm.gr. 14. viðbls. 175) er tóft með ákaf-
lega þykkum veggjum, spottakorn fyrir utan (norðan) jpingeyrar,
um 60 feta á lengd, enn 14—15 feta á breidd Hvergi sést fyrir
neinum búðartóftum á þ>ingeyrum heima við né neinsstaðar útmeð
Húnavatni. Er líklegast, að þingið hafi verið haldið á eyrinni, sem
riðið er af út í Húnavatn, er norðr yfir er haldið, eða þar út með
vatninu. f>ar er nú alt uppblásið, enn sléttlendi. Dómhringrinn í
túninu á þdngeyrum, sem kallaðr er, er nálægt iófaðmar á annan
veg, enn 13 faðmar á hinn. Mætti vera, að þar hafi verið hesta-
rétt. Daginn eftir (13. ág.) hélt eg austr Ásana — þar hétu áðr
Kolgumýrar (ísl.s.2 ii 322), eða öllu heldr Kolkumýrar eftir f>or-
birni kolku (eða kolkan), er nam þar land (ísl.s.2 i. 184, sbr.
nmgr. 3.) —, og hélt um kvöldið að Tungunesi til sýslunefndar-
manns Erlends Pálmasonar, sem var og formaðr stjórnarnefndar
búnaðarskólans á Hólum í Hjaltadal. Við hann hafði eg margt að
rœða um, og dvaldist þar því daginn eftir, enda var þá ófœrtveðr
af dimmu kafaldi svo miklu, að fannir komu niðri í bygð. Hinn
15. ágúst var sunnudagr, og hélt eg þá austr yfir Blöndu og yfir
Vatnsskarð og austr yfir Héraðsvötn á Miklabœ í Blönduhlíð.
Mánudaginn 16. ágúst framkvæmdi eg rannsókn á Orlygsstöð-
um, þar semSturlungar biðu ósigr og líflát fyrir Kolbeini unga og
Gizuri þorvaldssyni 22. ágúst 1238. Síra Einar Jónsson á Mikla-
bœ var með mér og annar maðr kunnugr af Víðivöllum, næsta bœ
fyrir sunnan, og er örstutt bœjarleið í milli. Að lokinni þeirri rannsókn
riðum við upp Blönduhlíð, og skoðaði eg Úlfshaug, sern er rétt
1) Af Vatnsdœlasögu er helzt að ráða, að Ingólfr þorsteinsson, er
bjó að Hofi, hafi verið jarðaðr austan ár. f>ar segir svo (útg. 1860, bls.
67); »Ok áðr Ingólfr andaðist, bað hann sik grafa í öðru holti en þeir
váru grafnir, frændr hans, ok kvað þá hugkvæmara Vatnsdalsmeyjum, ef
hann væri svá nær götu. Síðan andaðist hann. þar heitir _Ingólfsholt,
sem haun er jarðaðr*. E. 0. B.