Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 82
82
um kvöldið, enn var þó á Kornsá um nóttina. Daginn eftir var
eg á Kornsá og gerði dagbók mi'na. Atti eg þá enn kost á að
fá ýmsar fróðlegar upplýsingar hjá Benedikt Blöndal, sem er mjög
fróðr um örnefni í Vatnsdal og í Vatnsdœla sögu. Föstudaginn 3.
sept. gerði eg dagbók mina til kl 2. Enn siðara hluta dags rann-
sakaði eg Vatnsdal hið fremra, og hélt um kveldið að Hauka-
gili.
Laugardaginn 4. sept. kl. 6Y2 f- m- kélt eg af stað úr Vatns
dal frá Grímstungu, suðr Grimstur.gnaheiði og Arnarvatnsheiði.
Veðr var gott, og náði eg að Kalmanstungu. Sunnudaginn (5.
sept.) hélt eg þaðan áleiðis suðr. í Geitlandinu suðr, nær við Geit-
landsána, langt þar fyrir ofan, er vanalega er yfir hana riðið, er
hæð eða ás. Vestan í ásnum er gilfarvegr. f>ar sést fyrir fornum
bœjarrústum og jafnvel vottr fyrir kirkjugarði við gilfarveginn.
f>ar hafa líklega búið Geitlendingar hinir fornu: Ulfr, son Gríms
ens háleyska, Hrólfr enn auðgi son hans, og Sölvi í Geitlandi (son
Hrólfs yngra, að Ballará, Hróalds sonar Úlfs sonar), föður f>órðar
f Reykjaholti (Landn., útg. 1843, bls. 63). Fyrir sunnan Geitlandsá
á eyrinni fyrir neðan gilið, sem upp er riðið með, sést garðr og
rústir af fornum bœ. Gott veðr fékk eg yfir Kaldadal og hélt suðr
á þfingvöll.
Á Jfingvelli dvaldist eg dagana 6. og 7. sept. Fyrra daginn
var rigning mikil mestallan daginn, enn hœgviðri, enda þurfti og
eg að hvíla mig og hesta mína. Síðara daginn var gott veðr, enn
eg hafði eigi komið á þ>ingvöll í mörg ár, og hafði ýmislegt þar
að athuga. Á suðrfletinum á hinum stóra steini, sem reistr er upp
fyrir vestan kirkjuna, eru 6 mörk eða rákir, er ganga þvert yfir
steininn, hver upp undan annarri. Á millum efsta marksins og
neðsta eru tæpir 20 þuml., og frá hinu næst efsta til hins neðsta
17 þuml., og frá hinu efsta til hins næst neðsta rúmir 17 þuml.
Bilið eða hlutfallið milli strykanna er hvergi eins, enn lengst í
miðju. Steinninn er svo sem g kvartil á hæð. Eigi er víst, að
mörkin sé mannaverk.—Af þfingvelli hélt eg miðvikudaginn 8. sept.
til Reykjavíkr, og þar með var rannsóknarferð þessarri lokið.
Hannsókn á Örlygsstöðum 16/8 1886.
örlygsstaðir liggja f austnorðaustr frá Víðivöllum, víst 300
faðma frá bœnum, syðst á hæð þeirri, sem liggr í millum Mikla-
bœjar og Viðivalla, nokkuru fyrir utan lœk þann, er rennr beint
ofan hjá bœnum á Víðivöllum að utan, og 20—30 föðmum fyrir of-