Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Síða 87
87
ar verið nær miðri sléttunni, ogþað er beinttekið fram, að Haugs-
nesfundr var fyrir sunnan Djúpadalsá (bls. 7i10).
Hér var sléttlendi mikið, sem áðr var sagt, og var því sá eini
hentugr staðr, sem hér var, til þess að fylkja fyrir svo mikinn her.
þ>ar sem segir, að „fylking Skagfirðinga horfði ímót vestrilí (1. 14.),
er Brandr hafði fyrst liði fylkt, þá verðr það mjög eðlilegt. þ>eir
tiltóku orrustustaðinn, og hafa því ætlazt til, að þeir þ>órðr kœmi
að neðan, því að alfaravegrinn um Skagafjörðinn austan Vatna
hefir í þá daga legið eftir sléttlendinu fyrir neðan bœina, með því
að Héraðsvötnin runnu þá eigi, þar sem þau nú falla, svo sem áðr
hefir sýnt verið. þetta fór nú alt á aðra leið. J>órðr var nóttina
áðr með herinn á Ulfsstöðum — sá bœr er framarlega í Skagafirði,
fram undan Sólheimum—, og hefir líklega einlægt riðið niðr með
fjallinu, þvi að sagan segir: „En |>órðr og þeir riðu ofan með
brekkunum“ (11. 15—16), o: brekkunum, sem mynda Haugsnes, nfl.
út við Djúpadalsá. „þeir horfðu á jaðarinn Skagfirðinga-fylk-
ingar“ (11. 15—x6), o: vinstra fylkingararminn, og kemr þetta mæta
vel heim. þ>órðr, sem var góðr hershöfðingi, hefir séð það, að örð-
ugra var að sœkja að neðan, og hefir því viljað standa jafnvel að
vígi og hinir og eiga eigi upp á móti að sœkja. Flótti Brands
Kolbeinssonar úr orrustunni verðr og mjög eðlilegr, því hann hefir
náttúrlega stefnt ofan að Vötnunum = á leið heim til sín — hann
bjó á Stað (í Skagafirði, Reynistað). „Brandr komst á hest, ok
var tekinn millum Grunda1 (i textanum ranglega: ‘grunda’) í flótt
anum. Kolbeinn grön tók hann, ok færði hann upp á grundina,
ok þar sem nú stendr krossinn“ (bls. 7336—37—74J. Hér er eigi
um að villast. Grundin, sem Brandr var fluttr upp á, og „þar sem
krossinn nú (0: er sagan var rituð), stendr“ (bls. 74,) hefir verið
þar sem nú er bœrinn Syðsta-grund (Róðugrund,— hann virðist þá
hafa verið miklu neðar), sbr. „Var þar sett upp róða (= kross) er
Brandr féll, ok heitir þar Róðu-grund síðan“ (11. 13—14). Hefir það
verið beint ofan undan orrustustaðnum, sem áðr er sagt.
Uti í nesoddanum, vestr frá kotinu Haugsnesi, eru nokkurar
upphækkanir, sem nefndar eru Haugar, og alþýða manna hefir
sett í samband við Haugsnes-fund. En það getr eigi átt sér neinn
stað. J>á var engin haugaöld. „Lík Brands var flutt til Staðar'
ok þar jarðat“ (bls. 75u), og annarra lík hafa verið flutt á Flugu-
mýri eða þangað, er ættingjar kusu þeim leg. Nafnið er sjálfsagt
miklu eldra enn bardaginn, sbr. vísu Skáld-halls (bls. 7127):
1) 0: Syðstu-grundar, er þá hefir legið sunnan megin Djúpadalsár
(— nú skilr áin bœina). Sbr. Kál. IB. ii. 75 og Ark. f. nord. fil. viu.
359. E. Ó. B.