Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Síða 133
133
upp á hálsinn, hvort sem það er austarlega eða vestarlega. Enn
uppi á hálsinum miðjum, þar sem hann er hæstr, er stundum kall-
aðr höfði. Af því hefir bœrinn á Höfða tekið nafn, og mun það
bœjarnafn vera komið upp í seinni tíð. J>á er eg var í Dýrafirði
1883, vissi eg eigi af þessum örnefnum, og þekti engin af
fyrrgreindum einkennum, er eg fann á Höfða. þ>á hallaðist eg að
þeirri skoðun, að Hálsar, þar sem landnámsmaðrinn Dýri bjó
(Landn., útg. 1843, bls. 143) hefði verið þar sem nú heitir Hvammr,
fyrir utan Ketilseyri (Árb. 1883, bls. 32—33). Enn nú er eg kom-
}nn að raun um, með því að hér að Höfða heitir einnig Háls eða
Hálsar, og af því að hér hafa auðsjálega búið einhver stórmenni í
fornöld, að Dpri hafi í öndverðu reist bœinn á Höfða, og hafi
bœrinn þá heitið að Hálsum (sbr. Kál. IB. i. 577, sbr. 574).
1 Haukadal 13—14/8 1888. Eg gerði mér mikið far um að
rannsaka skála þ>orgríms goða á Sœbóli, að þvf leyti er eg hafði
eigi að öllu leyti getað við komið greftri 1883 (Árb. það ár, bls#
16. ff.). Gróf eg nú marga skurði og grafir ofan f norðrenda skál-
ans, til þess að leita að undirstöðum undir gaflhlaðinu og fann þær
loks skýrar og glöggvar. Gróf eg um og yfir 1 al. á dýpt 2 skurði
þvers um og svo langsetis, og þá ýms vik þar inn úr. |>etta var
innri undirstaðan, er eg fann, og var hún alveg óhögguð, og hafði
verið mjög vel lögð eða hlaðin. Er það merkilegt, að þessi und-
irstaða er eftir Gísla Súrsson, þar eð hann og þeir feðgar bygðu
fyrst á Sæbóli (Gfsl.ss., útg. 1849, bls. 8, sbr. 91). Ólafr Jónsson,
gamall bóndi í Haukadal, hafði áðr fundið innri undirstöðuna f
syðra gaflhlaðinu, og reif hann hana upp og úr austrveggnum að
sunnanverðu f skálanum, og liggja þar enn 7 steinar, sem hann
gat ekki notað af grjóti þvf, er hann gróf upp. Undirstaða sú, er
Ólafr fann, var alveg eins og þessi, og verðr þvf með vfsu að á-
kveðin lengd skálans, er reiknuð er þykt gaflhlaðanna. Lengd
skálans er því að vísu ákveðin 98 fet. og hefi eg því mjög nær
farið 1883, er eg talui hana ‘100 fet’, og hafði eg þó þá eigi grafið
eftir hleðslunum. þ>etta var og auðséð, því að fyrir öllum austr-
vegg skálans mátti sjá, þótt hann væri orðinn nokkuð ógreinilegr,
einkum nyrðri hhitinn. Alt, sem eg hafði ályktað áðr, reyndist
alveg rétt, bæði um dyr og annað. Einungis gat eg nú nákvæmar
tiltekið breidd skálans, þvf að í eystra hliðvegg er steinn, sem
Ólafr tók upp úr hleðslunni, alveg á sama stað og hann lá áðr,
nema upphækkaðr. Hinum megin sér glögt fyrir eystra hliðvegg
í syðra partinum, svo að breiddin er (ekki ‘28’, heldr) 38—39 fet.
Höfuðdyr skálans eru þær, sem eg fyrr hafði ákveðið. f>að var
fyrir nálægt 12 árum, að Ólafr reif grjót þetta upp úr skálanum.
|>á fann hann vott af þvervegg, er skifti skálanum svo, að nær