Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Page 137
i37
verið miklu meiri áðr, því að, svo sem skiljanlegt er, hefir gafl-
hlaðið hlaupið mjög inn, svo sem gaflhlöð á tóftum gera. J>ar að
auki eru kampar naustsins, er snúa niðr að fjörumálinu, mjög af
sorfnir, líklega bæði af veðrbarning og ágangi sjávar, svo sem öll-
um er auðskilið. J>annig er óhætt að álykta eftir stœrð naustsins,
að það haíi upprunalega verið um 110 fet á lengd eða meira, og
hafa þá skip ioo feta löng eða meira getað staðið í naustinu.
fetta naust, svo stórt og glögt, gefr vísustu bending um stœrð
skipa hér á landi í fornöld. Mér þótti því mikilsvert að finnanaust
þetta.—í sambandi við þetta skal þess hér getið, að í Vatnsfirði
niðr við sjóinn eru 2 naust, ákaflega mikil, með sama ásigkomu-
lagi og þetta naust á Hrafnseyri. Hið stœrra er 6o fet á lengd,
enn hefir áðr stœrra verið. Eigi er að efa, að öll eru naust þessi
frá fornöld. f>að sýnir bezt ásigkomulag þeirra, er þau eru borin
saman við aðrar tóftir frá fornöld.
Viðvíkjanda undirgangi, sem í munnmælum er. að verið hafi
neðan af sjávarbökkum til skála Hrafns, þá er þess að geta, að
vegrinn neðan af bökkum upp að skálatóftinni er 70 faðmar, —
þetta mældi eg. f>essi munnmæli munu vera svo til komin, að
stór og breið lægð gengr alt upp eftir túninu. Eftir lægð þessari
er vatnsrensli á vetrum í leysingum, og þá er vætur eru, og er
helzt að sjá, að hún hafi myndazt af gamalli vatnsrás. Lægðin
liggr því nær í olnboga að neðanverðu, enn það gæti með engu
móti verið, hefði þar verið undirgangr. |>að er og varla annað
hugsanda enn Sturlunga (Hrafns saga), er segir svo nákvæmlega
um heimsókn að Hrafni, hefði getið um undirgöngin, hefði svo
stórkostlegt mannvirki verið þar. Dálítið op eða gjóta er framan
í bakkanum, sem vatn hefir etið, og þar í eru 2 steinar, sem auð-
sýnilega virðast vera jarðfastir. J>ar hafa menn lfklega álitið dyr,
og er víst eigi annar fótr fyrir munnmælum þessum.
í Gieirþjófslirði ,7—T8/8 1888. Frá Hrafnseyri fór eg snemma
morguns hinn 17. ág., og fékk eg mér þar 2 menn og bát. Veðr
var blftt og rörum vér út fyrir Langanes og þaðan inn á Geirpjófs~
fjörð, og komumst þangað um hádegi. Eru það víst fullar 4 vik-
ur sjávar. Erindið var einkum að grafa í Gíslabæ eða ,Auðarbæ',
er svo heitir enn í dag (Árb. 1883, pl. iii. nr. 3, sbr. bls. 43. ff.),
þvi að sumarið 1882 gat eg eigi látið grafa þær tóftir upp sakir
veikleika, er þá gekk, og mannfœðar, enn nauðsyn þótti til vera
að rannsaka hér með grefti. Eg hafði að vísu áðr gert mér mik-
ið far um að rannsaka sögustaðina í hinni stórmerku sögu Gísla
Súrssonar, sem hefir svo mikla og merkilega þýðing fyrir hina á-
gætu sagnfrœði vora, svo sem sjá má á Árb. 1883 (á tilv. st.).
Lýsing sú á tóftunum, er þar stendr, er enn með öllu óhögguð, og
18