Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Side 143
Skýrsla.
I. Ársfundir félagsins.
1. Ársfundr 22. des. 1888. Formaðr Félagsins, Sigurðr Vig-
fússon fornfrœðingr, skýrði frá framkvæmdum Félagsins síðan á
síðasta ársfundi (3/,0 1837), og sérstaklega frá rannsóknarferðum
sínum á sögustöðum á Vestrlandi, einkum á Valseyri, sumarið 1888,
og gripaútvegum miklum til Forngripasafnsins á þeirri ferð. Að
því búnu skýrði hann frá, að prófossor Rygh í Kristianíu hefði
gefið Félaginu ágætt ritverk með myndum af forngripum í Noregi
og mintist sérstaklega á látinn félagsmann, Jón Árnason bókavörð
(1* ^/3 1888). — Fram vóru lagðir reikningar Félagsins 1889, drepið
á fjölgun félagsmanna, og skýrt frá, hvers vegn-a Árbók hefði eigi
getað komið út það ár.
2. Aðalfundr 14. ág. 1891. Form. Sigurðr Vigfússon skýrði
frá rannsóknarferðum sínum 1889 ogi8go, fyrra sumarið umhverfis
Breiðafjörð og í Breiðafjarðareyjum, og síðara sutnarið á Austr-
landi. Einnig skýrði hann frá söfnun forngripa á þeim ferðum.
Hann gat um, að heilsulasleiki sinn o. fl. hefði komið í vog fyrir
útkomu Árbókar, enn hafði von um að geta bœtt úr því á kom-
anda vetri. — vóru lagðir fram reikningar Félagsins 1889 og
1890, skýrt frá úrgengnum og viðbœttum félagsmönnum, og hafði
félögum að nokkuru fjölgað. — f>ví næst var kosin stjórn Félags-
ins, form. Sigurðr Vigfússon endrkosinn, og aðrir sem Félagatal
sýnir.
3. Árs/undr 2. ág. 1892. Varaformaðr, docent Eiríkr Briem
hélt fundinn, þar eð aðalformaðr var andaðr (J- s/7 r 892). Hann
hafði veitt móttöku dagbókum og öðrum skilríkjum hins látna for-
manns um rannsóknir hans 1886—gi (síðast í Borgarfjarðar- og
Mýrasýslum 1891). Skýrði hann frá, að ætlazt væri til að gefa út
meira hlutann þar af á þessu sumri í Árbók Félagsins 1888—92,
og væri Valdimar Ásmundarsyni og Eggert O. Brím falið að sjá
um útgáfuna. — Fallizt var á að gefa félagsmönnum upp tillög