Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 91
95
á ,,melum“. Tafði það fyrir uppblæstri, og blaðkan dreifðist í „flesj-
ar“, þéttari gróður og samfelldari. Sama gagn og breyting hygg eg,
að orðið hafi af ,,rauðlaufs“'-slægjunni miklu í Bolholti, sem síðar
verður getið.
10. Nýgrœ&ingur. Litlir gárar, sem ganga inn í graslendi, geta líkt
og lítil flög gróið upp aftur, náttúrlega á nógu löngum tíma. Svo
hefir orðið í gáranum milli Odda og Selalækjar. Hann má nú þegar
heita algróinn, eftir 200 ár. Þegar mold verður eftir í jarðvegi á lág-
lendum blettum eftir blástur, getur þar gróið upp aftur. En viðsjáll
er slíkur gróður í gárum eða fram undan þeim. Þannig fóru talsvert
miklar ,,nýgræður“ syðst í landi Reyðarvatns, sem upp höfðu gróið
eftir eyðingu Austasta-Reyðarvatns á 17. öld, aftur í svartan sand,
milli 1882 og 1900, meðan Seltungurnar og Knæfhólaheiðin í
Keldnalandi var að rótast þar yfir.
Þar á móti er nú kominn mikill nýgræðingur og vænlegur til fram-
búðar, bæði efst á Helluvaðssandi, út frá graslendi Gunnarsholts, efst
á Geitasandi og suður frá Strandarbótum við Hofssand.
Hins vegar er strjálli ,,hnjóta“-gróður (að mestu sauðvingull og
sveifgras) meiri vonarpeningur. Mikið er samt komið af slíkum ný-
græðingi, bæði um sandana stóru og hraunin næst Keldum að norðan
og nær og fjær að austanverðu, með samfelldum blettum í lægðum
sums staðar.
Um Helluvaðssand neðanverðan að minnsta kosti var mikið af
slíkum grashnjótum fyrir veðrið mikla 1882. En í því veðri gjörsóp-
uðust þeir út í buskann. Nú er mjög ánægjulegt að sjá þar árangur
af stórhug ágætra manna bæði af sáningu grasfræja og kartöflu-
rækt. Og umskiptin eru undraverð upp frá Gunnarsholti. En biðja
mega þeir góðu menn skaparann að senda þeim ekki sams konar of-
viðri og 1882 á auða jörð og þurra.
Hér við bæti eg áliti Sveins lœknis Pálssonar, 1793, um sandauðn-
ina. Hann segir svo í Ferðabók sinni (útg. 1945, bls. 198 og 209):
,,Efst yfir þá [Rangárvelli] í norðri sést Hekla, sem segir til sín með
þeim kynstrum af roksandi og uppblásturssvæðum, er hér verða á
vegi manns. Þessi sveit, sem í fyrri tíð var efalaust harla fögur, slétt
og þurrlend, er nú svo eydd af uppblæstri, að hún er nærri því óbyggi-
leg“ . . . Þó fagurt graslandi í neðri hluta sveitarinnar . . . Síðar lýsir
hann leið sinni þvert yfir Rangárvelli, ofar miðju, um Knœfhóla
(eða ,,Knapphóla“) og hjá Keldnaréttum (gömlu), hjá Steinkrossi
(gamla) og út að Rangá: ,,Ö11 þessi leið frá Árbæ sýnir skýrast þær
ógnir, sem Hekla hefir valdið. Það er grátlegt að sjá svo unaðslegt,