Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 101

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 101
103 gömlum garði, sem nú er ávalur hryggur, vaxinn mosa og grasi. Beinn er hann og þvert yfir nesið, milli brúna, að klettanefi í brún Eldiviðarhrauns, og að lengd nærri 160 faðmar. Við norðurenda garðsins er brúnin laust frá og aflíðandi, án nokkurs sýnilegs að- halds. En vestur frá garði þessum, 13—14 faðma frá enda hans, í beinni stefnu á Dagverðarnes sýnist vera annað garðlag eins, nema nokkuð rýrara og minna áberandi, líklega lítið styttra og yngra. Það mun enda nú á bakka við grafskurð eftir leysingavatn. Götuslóðar gamlir sjást við garðlag þetta á báðar hliðar og inn yfir þvergarðinn (eftir síðari alda kolagerðarmenn?). Hvort grjót er nokkurt í görð- um þessum er órannsakað, en engin merki sjást til þess. Fyrir stór- gripi hafa þeir verið gerðir, en varla fjárheldir úr torfi einu. Hvort þvergarðurinn kynni að vera landamerkjagarður, verður nú ekki sagt, en varla þó nema frá óþekktu býli að ofanverðu og nær þeim stað en þrjú býlin þau fyrst nefndu. Vestlægi garðurinn bendir á kvíar stórar til afnota fyrir Dagverðarnes (eða Hraun, þá er Dagverðarnes lá í eyði). Armurinn að sunnanverðu er brött brún Eldiviðarhrauns- ins, sennilega Iítið gróin þá og ekki aðgengileg stórgripum. Dyr kví- anna að vestanverðu voru víðari en gaflhlaðið. — Varna mátti þetta gripum að villast í skógana og gat sparað eltingarleik. Standa mátti líka í ,,dyrunum“ og sjá yfir allt svæðið við gæzlu nautgripa og hesta skógarmanna (ef til vill margra manna á tilteknum skógar- dögum). Jarðarmat og umsögn. Myrkur hylur Dagverðarnes fram eftir öldum, eins og flest eyðibýli önnur á Rangárvöllum. Aldrei finnst þess getið við jarðamat fyrr en 1861, og er þá aðeins 4,9 hdr., þrátt fyrir mesta dugn- aðarbóndann þar þá og langstærsta búið, sem þekkist þar. Jarðamötin 1681,1696 og 1803 nefna ekki Dagverðarnes, líklegast í eyði öll þessi ár, líka 1679 og 1711. Þá er þetta sagt: „Dögurðarnes eyðilagðist til fulls fyrir 12—14 árum eða þar um. Þangað til hélzt byggingin öði'u hverju um 16 ár eða svo; þar fyrir hafði býlið langa tíma í eyði verið. Eigandi er haldin kirkjan að Breiðabólstað í Fljótshlíð. Landskuld, nær byggingin hélzt, minnir menn væri XX álnir. Beitarland jarðarinnar er rétt gott, túnstæði og gagn- legt. Vatnsból ekki nær en tvær bæjarleiðir, og þar fyrir hefir byggingin af fallið, væri annars vel byggilegt". Ekki er þarna vikið einu orði að skóglendi jarðarinnar. Er og óvíst, hvort frá upphafi eða hvenær Kolviðarhraun kann að hafa fylgt Dagverðar- nesi. En þrátt fyrir gjöreyðing skóga þar, hefir land Dagverðarness ekki blásið upp af þeim orsökum. Aldrei hefir byrjað uppblástur þar, og ekki frá öðrum stað, fyrr en á öldinni, sem leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.