Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 103

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 103
105 brekkunnar varð að ganga margar tröppur niður að vatnslögginni. Þegar skúr kom úr lofti, annaðist Þórunn um að drífa út mjólkurtrog öll, sem laus voru, skjólur og kirnur, biður og bala til þess að safna saman vatns- löggunum. Þegar lítið föl kom á auða jörð, var fólki dreift um túnið til að sópa saman með berum höndum snjóögn þeirri, er náðist. Á veturna var oft hægara um vik að ná í snjóinn, og varð þá að bræða hann til vatns, annað hvort yfir eldi eða við yl í fjósi eða bænum. Þegar fannir tók að leysa á vorin, voru þær álitlegustu tyrfðar, til að tefja eyðing þeirra. Áður er nefndur vatnsburður í fötum yfir 1 km langan veg frá Vatnslágum í Steinkrosslandi, meðan þar stóð vatn á klaka. Þrátt fyrir þessa „blessaða hjálp“, varð iðulega að sækja vatn til matar í ankerum á hestum upp í Selsundslæk, og er það um 7 km leið í beina línu eða nærfellt lVé klukku- stundar ferð hvora leið. Og þessa leið varð að sækja neyzluvatn allt til bæjarins í þurrviðrum á sumrin. En kýr voru reknar til vatns að Reyðar- vatni, og var það viðlíka langur vegur. Var og sótt vatn þangað öðru hvoru og stórþvottar þvegnir þar. Hrossin leituðu sjálf (og kýrnar sjálfsagt líka) eftir vatni og raklendi í ýmsar áttir langt út um sveitina, og tók því oft feikna tíma og erfiði að finna reiðskjóta og áburðarhesta. Varð oft að leita daginn áður en nota skyldi hestana. Var það ábætir um heyannir, sem oft varð að sækja til Safamýrar, með herkjubrögðum ein ferð á dag, en þá jafnan borið á 20 heimahestum eða þar yfir, jafnvel allt að 25. — Slíkar lestir sáust og að jafnaði frá Kornbrekkum, Keldum og fleiri bæj- um með fyrirmyndar aðbúnaði. Haldið var, að Böðvar hefði átt 600 fjár til ásetnings, þegar bezt lét, fyrir fellishrunið 1882. En þá var líka drjúgum notazt við innstu haga Keldnalands, 5—7 km frá Keldum og 4—5 frá Dagverðarnesi. — Vegur ferðamanna lá við bæjarvegginn í Dagverðarnesi, og var þar þá gestrisni venjuleg. En haft var eftir Þórunni húsfreyju, að oft gæti þar verið svo háttað, að hún vildi heldur gefa mjólk að drekka en vatn. 8. Hraun („under hraune“). Svo er nefnd jörð ein í elztu mál- dögum Oddakirkju, og er hún þangað gjaldskyld, eins og aðrar meðaljarðir á Rangárvöllum. En hér er sá ljóður á, að nú veit enginn með vissu, hvar bær þessi hefir staðið eða hvar átt land. Og þetta er víst gleymt og glatað 1711. Jarðabókin nefnir ekki Hraun, nema síðast í svonefndri ,,undirvísun“, og á þá leið, að gera Hraunkot að Hrauni. Að máldögum Odda undanskildum þekkist nú ekki nema aðeins ein góð heimild um Hraun: Kaupbréf í Fornbréfasafni (XI. 482), dags. 1. ágúst 1546. Sést þar með vissu, að Hraun er í Keldna- sókn og þá í byggð. Þorleifur lögmaður Pálsson selur þá Birni syni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.