Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 5
9 landnámsmanni, lítt 'kunnum landi, hefði bærinn líklega fljótt verið fluttur og þá einmitt þangað, sem hann hefur alltaf staðið það menn vita. Staðhættir á Bergþórshvoli benda þannig eindregið til, að bær Njáls muni hafa staðið þar sem enn stendur bærinn, og getur þó vitan- lega skeikað nokkrum metrum til eða frá, bæjarstæðið er ekki þrengra en það. Um þetta hafa allir þeir, er gert hafa rannsóknirnar á Berg- þórshvoli, verið á einu máli, og leitin að brunaleifum frá Njálsbrennu hefur því beinzt að miðhólnum, bæjarstæðinu. SAGA RANNSÓKNANNA Kr. Kálund segir frá því, að í matjurtagarði framan við bæinn á Bergþórshvoli hafi nýlega (prentað 1877) fundizt þykkt öskulag, sem í voru m. a. þó nokkrar þynnur og brot úr bronsi með greinileg- um eldsmerkjum. Enn fremur sé sagt, að áður hafi fundizt töluvert af brunnu torfi við endurbyggingu húsa í austasta hluta bæjarins. Þetta er hið fyrsta, sem kunnugt er, að sagt hafi verið á prenti um brunaleifar á Bergþórshvoli, og lætur Kálund fylgja þá athugasemd, hvort askan í matjurtagarðinum muni ekki hafa verið einn hinna venjulegu gömlu öskuhauga (Isl. beskr. I, 251). Má bæta því við, að bronsþynnur með eldsmerkjum geta hæglega verið úr bronskötlum með pöttahrími á (sjá bls. 47). Sigurður Vigfússon kom að Bergþórshvoli 1883 og gróf þar eina prófgrjdju 24. ágúst, niður með húsunum að húsabaki, og enn gróf hann gryfju við hliðina á þessari 22. ágúst 1885 og aðra niður úr baðstofugólfi í sama sinn, því að svo stóð á, að nýbúið var að taka baðstofuna ofan.1 Allar voru þessar gryfjur svo litlar, að alls endis ófullnægjandi er til að setja í rétt samband það sem í þeim fannst, en auk þess verða þær nú ekki staðsettar lengur, þar eð Sigurður miðaði stað þeirra við bæjarhúsin, er þá voru, en nú eru löngu horfin. Þó var Matthíasi Þórðarsyni ekki grunlaust um, að hann hefði að einhverju leyti orðið þessa jarðrasks Sigurðar var í rannsóknarsvæði sínu 1927 og 1928. Sigurður Vigfússon lifði það ekki að gefa út skýrslu um rannsóknir sínar á Bergþórshvoli að öðru leyti en því, að hann lét efnagreina hvítt efni, er hann fann djúpt niðri, að því er virðist a. m. k. 4 álnir. Var efni þetta talið skyr, og við vandaða og ýtarlega efnagreiningu próf. V. Storchs í Kaupmannahöfn sannaðist, 1) Árbók 1888—92, bls. 43—45 og 64—66.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.