Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 13
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
17
á báðum hliðum, stöngulteinungur, sem byrjar í vinstra horni að neð-
an, hefur aðeins eina beygju. Allar greinarnar mynda undninga og
hafa einföld þríhyrnd eða fleirflipuð blöð. Stönglarnir eru flatir að
ofan, með innri útlínum og þverböndum, annaðhvort alveg einföld-
um eða rúðustrikuðum. Annars eru stönglarnir skreyttir með mörg-
um kílskurðum, sem settir eru saman tveir og tveir, og með einföld-
um, ferhyrndum skurðum. Blaðfliparnir eru breytilegir að lögun og
stærð og með ýmsum skreytingum, sum eru „holuð“, sum með ská-
höllum skurði niður og önnur skástrikuð. Á lokinu eru sömu undir-
stöðuatriði, en niðurröðun samhverf um lóðrétta miðlínu. Hér er
einnig útfylling með rúðustrikun á einum tveimur stöðum og blöð,
sem hallast niður frá miðju móti uppréttum kanti. Á bakhliðinni er
einnig eitt blað, strikað með skálínum, tengt við þríhyrnda skurði og
kringlóttar holur. Gaflarnir báðir eru hvor öðrum líkir. Þeir hafa
fjögrablaðarós með miklu skrauti, meira útflúraðir en hinir flet-
irnir. — Fremur laglegt verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Frá ofanverðri 18. öld líklega.)
5. Áletrun engin.
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888. Reykjavík.
1. 59.190. Kistill úr eik, botninn úr beyki, festur saman með tré-
töppum og látúnsnöglum. Lokið er ofurlítið kúpt, okar eru festir
undir enda loksins við gaflana, hjörur eru úr kopar. Hefur greini-
lega haft látúnskrók að framan til að loka með, en nú er aðeins keng-
urinn eftir. L. (loksins) 18, br. 9.5, h. 8.9.
2. Krókinn vantar að framan. Smáflísar brotnar úr sums staðar
við naglana. Heldur sér að öðru leyti mjög vel. Ómálaður. 74.1.á.
3. Upphleypt skrautverk á loki, hliðum og göflum. Á báðum göfl-
unum er bandabrugðningur, „tiglaflétta" ; böndin eru um 5 mm breið.
Hér er skorið allt að 3 mm djúpt niður. Á hliðunum er útskurðurinn
fremur lágt upphleyptur. Framhlið og bakhlið hafa frumstæða tein-
ungskróka; á framhliðinni eru líka rúðustrikaðir reitir til útfylling-
ar. Munstrið er ekki alveg það sama á báðum hliðum. Á framhliðinni
er eins og öfugt, liggjandi S og tveir hringar og eitt hjartalagað og
eitt sporbaugslagað blað. Á bakhliðinni mynda stönglarnir næstum
því tölustafinn 8 liggjandi. „Blöðin“ eru hér meira breytileg. Stöngl-
arnir eru víðast hvar minna en 1 sm breiðir. Á lokinu eru „bönd“
dregin sem aflangur valhnútur með tveimur öðrum böndum þrædd-
um í og tveimur rúðustrikuðum, ferhyrndum reitum. (Böndin eru