Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 16
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skurði“. Á ödrum gaflinum er líkur útskurður, en nákvæmar sam-
hverfur. Sinn stöngullinn gengur út frá hvoru horni að neðan; mynda
þeir undninga með ,,pálmettum“. Á lokinu eru sömu undirstöðuatriði,
bylgjuteinungur, einn einstakur blaðflipi er hér rúðustrikaður. Það
sama er á bakhliðinni, þar sem stönglarnir mynda öfugt, liggjandi S,
eða eiginlega tölustafinn 8, því að vafningarnir tveir eru tengdir
saman með sameiginlegum, mjórri stöngli. Á hinum gaflinum er val-
hnútur, myndaður af rúmlega 1 sm breiðu bandi með innri útlínum.
f hnútinn er brugðið nokkrum stönglum með blaðflipum, og í miðju
eru þrír innskornir latneskir bókstafir. Á lokinu eru tvær höfða-
leturslínur á flötunum næst báðum köntunum. Þróttmikill og skraut-
legur útskurður, en ekki sérlega nákvæmur í smáatriðum.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Stafirnir á gaflinum: IHS.
Höfðaleturslínurnar: magnus / arngr | nss / a / kistu / nmor
6. L: ísland. Dalasýsla. Hazelius keypti hjá A. Feddersen 1887.
Kaupmannahöfn.
7. L: „Járnen pá sidorna áro för att dármed upphánga „kistulen“
pá hásten vid ritten.“
MÞ: magnus arngr — nss a kistun (sic) mor (þ. e. Magnús Arn-
grímsson á kistuna með öllum rjetti).
1. 59.227. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum. Lokið er
dálítið kúpt, okar eru festir undir enda loksins við gaflana. Tappa-
hjörur. Nokkuð er eftir af eins konar læsingarútbúnaði úr látúni.
L. (loksins) 25, br. 14, h. 11.4.
2. Sprungur í loki og botni. Við bakhliðina hefur verið gert með
að fella inn stykki efst. Læsingu vantar. Ómálaður. 73.A.p.
3. Otskurður á hliðum, göflum og loki. Jurtaskrautverk með upp-
hleyptri verkan, skorið allt að 5-6 mm djúpt niður. Stönglarnir eru
mest áberandi, flatir að ofan með innri útlínum og mörgum þver-
böndum, sem oft tengja tvo og tvo stöngla saman. Þeir vefjast upp
í undninga og enda í margflipuðu blaði eða stórri „kringlu“, sem
skreytt er með þverbandi og kílskurðarröðum. Á framhlið er breiður
miðstofn, sem skiptist í tvær greinar, er hvor um sig myndar stóran
undning. Innst í hvorum þeirra er blað, sem samanstendur af mörg-
um frammjóum flipum, og er hver þeirra „holaður" með „bátskurði".
Minni hliðargreinar eru með „kringlum“. Frá tveimur „kringlum“
vex út langt, frammjótt blað með skásettum skorum í köntunum.