Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Side 17
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
21
Sumar „kringlurnar" eru litlar og aðeins skreyttar með þverbandi og
tveimur holjárnsstungum. Sömu meginatriði og á framhliðinni endur-
taka sig alls staðar, en munstrin eru nokkuð mismunandi. Á öðrum
gaflinum er sama niðurröðun með miðstofn. Á hinum gaflinum byrjar
stöngullinn í neðra horni til hægri. Á bakhliðinni gengur sinn stöng-
ullinn út frá hvoru horni að neðan og myndar hvor sinn undning. Á
miðju loksins er skjöldur með nafndrætti. tJt til beggja hliða frá hon-
um gengur miðstofn, sem skiptist í tvo undninga. Um skjöldinn er
ytri hringur með einfaldlega dregnum bylgjuteinungi. „Kringla" með
þverbandi og tveimur holjárnsstungum er í hvorri beygju, svo er
innri hringur með krákustígsband milli kílskurða. Stafirnir í nafn-
drættinum eru gerðir sem stönglar og dregnir saman. — Fremur
frumstæður útskurður.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: Nafndrátturinn I Þ S D ?
6. L: ísland. Dalasýsla. Hazelius keypti hjá A. Feddersen 1887.
Kaupmannahöfn.
1. 59.228. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum. Okar eru
festir undir enda loksins við gaflana, á þeim eru göt eftir tappahjör-
ur (trétappar í bakhlið kistilsins). L. (loksins) 26.8, br. 18, h. 17.3.
2. Sprunga á framhliðinni og okarnir undir lokinu farnir að
losna. Að öðru leyti óskemmdur. Ómálaður. 23. mynd. 5.Á.á.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum innan við slétta umgerð
meðfram öllum köntunum. Að mestu leyti upphleypt jurtaskraut-
verk, skorið allt að 4 mm djúpt niður með stönglunum. Á hliðunum
og göflunum er niðurröðunin samhverf um lóðrétta miðlínu.
Framhliðin hefur tvöfalda teinungskróka til hvorrar hliðar, ganga
þeir út frá bandi, sem lagt er í vinkil með hornið upp, eða þó
öllu heldur frá „kringlu“ innan í vinklinum. Efst á miðjunni er
blævængslagaður blaðskúfur með „holuðum“ blöðum. Aðalstöngl-
arnir eru allt að 2 sm breiðir og hafa innri útlínur að nokkru leyti,
auk þess skreyttir með kílskurðarröðum (laufaskurði) og krákustígs-
bekkjum (einnig með kílskurði), vafningum með „kringlum“ með
litlu, mjóu „hnakkablaði". Frá „kringlunni“ í efsta vafningnum geng-
ur „lilja“ alla leið út í horn flatarins. Neðsta kringlan hefur þver-
band. „Vinkilbandið“ hefur kílskurð og perluröð. Bakhliðin er hér
um bil eins og framhliðin, en með dálítið minna af bekkjum á stöngl-
um og böndum. Gaflarnir hafa og lík munstur, en ekki innbyrðis líkir.