Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 17
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM 21 Sumar „kringlurnar" eru litlar og aðeins skreyttar með þverbandi og tveimur holjárnsstungum. Sömu meginatriði og á framhliðinni endur- taka sig alls staðar, en munstrin eru nokkuð mismunandi. Á öðrum gaflinum er sama niðurröðun með miðstofn. Á hinum gaflinum byrjar stöngullinn í neðra horni til hægri. Á bakhliðinni gengur sinn stöng- ullinn út frá hvoru horni að neðan og myndar hvor sinn undning. Á miðju loksins er skjöldur með nafndrætti. tJt til beggja hliða frá hon- um gengur miðstofn, sem skiptist í tvo undninga. Um skjöldinn er ytri hringur með einfaldlega dregnum bylgjuteinungi. „Kringla" með þverbandi og tveimur holjárnsstungum er í hvorri beygju, svo er innri hringur með krákustígsband milli kílskurða. Stafirnir í nafn- drættinum eru gerðir sem stönglar og dregnir saman. — Fremur frumstæður útskurður. 4. Ártal ekkert. 5. Áletrun: Nafndrátturinn I Þ S D ? 6. L: ísland. Dalasýsla. Hazelius keypti hjá A. Feddersen 1887. Kaupmannahöfn. 1. 59.228. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum. Okar eru festir undir enda loksins við gaflana, á þeim eru göt eftir tappahjör- ur (trétappar í bakhlið kistilsins). L. (loksins) 26.8, br. 18, h. 17.3. 2. Sprunga á framhliðinni og okarnir undir lokinu farnir að losna. Að öðru leyti óskemmdur. Ómálaður. 23. mynd. 5.Á.á. 3. Útskurður á loki, hliðum og göflum innan við slétta umgerð meðfram öllum köntunum. Að mestu leyti upphleypt jurtaskraut- verk, skorið allt að 4 mm djúpt niður með stönglunum. Á hliðunum og göflunum er niðurröðunin samhverf um lóðrétta miðlínu. Framhliðin hefur tvöfalda teinungskróka til hvorrar hliðar, ganga þeir út frá bandi, sem lagt er í vinkil með hornið upp, eða þó öllu heldur frá „kringlu“ innan í vinklinum. Efst á miðjunni er blævængslagaður blaðskúfur með „holuðum“ blöðum. Aðalstöngl- arnir eru allt að 2 sm breiðir og hafa innri útlínur að nokkru leyti, auk þess skreyttir með kílskurðarröðum (laufaskurði) og krákustígs- bekkjum (einnig með kílskurði), vafningum með „kringlum“ með litlu, mjóu „hnakkablaði". Frá „kringlunni“ í efsta vafningnum geng- ur „lilja“ alla leið út í horn flatarins. Neðsta kringlan hefur þver- band. „Vinkilbandið“ hefur kílskurð og perluröð. Bakhliðin er hér um bil eins og framhliðin, en með dálítið minna af bekkjum á stöngl- um og böndum. Gaflarnir hafa og lík munstur, en ekki innbyrðis líkir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.