Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 20
24
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hjörur eru úr járni. Okar eru festir undir enda loksins við gaflana.
L. 31, br. 16.5, h. 14.2.
2. Lokið er flagnað á köntunum og hefur tvær stórar sprungur.
Nýtt aflangt stykki hefur verið sett inn í framhliðina efst til hægri;
við það hafa merki eftir skrá horfið. Botninn er víst nýrri. Leifar
sjást af rauðri málningu. 59.A.d.
3. Flatt, upphleypt jurtaskrautverk er á hliðum, göflum og loki.
Á hliðunum og göflunum er niðurröðunin samhverf um lóðrétta mið-
línu. Stönglarnir byrja á miðjunni að neðan. Aðalstönglarnir eru
mjóir, undir 1 sm, með innri útlínum. Hliðargreinarnar eru ennþá
mjórri og alveg sléttar. Vafningarnir enda að mestu í skúf af „kringl-
um“ og blaðflipum, sumum „holuðum" með þverböndum yfir. Á báð-
um hliðunum er við miðlínuna stór kólfur með litlum blaðtungum
í láréttum röðum, skildar að með strengjum. Á göflunum eru tveir
hringar, hvor innan í öðrum, fléttaðir inn í stönglana (hér aðeins þá
mjóstu og alveg slétta). (Báðar hliðarnar eru innbyrðis líkar og gafl-
arnir sömuleiðis.) Á lokinu eru tveir mjóir endareitir þvert yfir með
dagsetningu og Anno og ártal innskorið. Á miðfletinum er sams kon-
ar lágt upphleyptur skurður eins og á hliðunum, munstur úr smáum
hringum og vafningum. Fjórum smáum hringum er komið fyrir inn-
an í einum stórum. Stöngulkrókar eru sitt hvoru megin við þá. Stóri
hringurinn er um 1 sm breiður, með innri útlínum. Annars eru þar
mjög mjóir, sléttir hringar og stönglar. Einn upphleyptur latneskur
bókstafur er í hverjum hinna litlu hringa. — Fremur fallegt verk.
4. Ártal: 3 MART ANNO 1772.
5. Áletrun: Stafirnir í hringnum á lokinu G I D A.
6. L: Keyptur hjá A. Feddersen 1888. Kaupmannahöfn.
1. 59.798. Kistill úr furu, áfestar umgerðir og skrautverk úr
beyki, festur saman með trétöppum. Ofan á lokið er fest umgerð með-
fram köntunum. Á ytri brúnum þess eru merki eftir lista, sem líklega
hafa gengið niður á hliðarnar og gaflana og myndað heilar umgerðir
ásamt listunum neðst og við hinar lóðréttu hliðar. Hjörur eru úr
kopar. Leifar eru eftir læsingu. Handraði. L. 35, br. 23.5, h. 19.
2. Sprunginn. Lista vantar á lokið. Læsingin ónýt. Botnflötur-
inn málaður svartur, umgerðirnar rauðar (græn málning sést sums
staðar undir þeirri rauðu). Skrautverkið málað rautt, grænt, blátt,
hvítt og brúnt. 59.A.q.
3. í innri umgerðinni á lokinu er áfest útskorið skrautverk. Mynd-