Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Side 24
28
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
mjög farinn að láta á sjá, og vantar sitt upprunalega lok,--Hann
er að vísu samannegldur með vanalegum gatnöglum úr tré (ekki geir-
negldur); en þessa nagla alla hylja kringlóttir, stórir og að mestu
flatir bóluhausar, þareð bólufæturnir hafa verið reknir ofaní, eða
utantil í, trénaglana.----Utaná undir bóluhausunum (sem eru úr
látúni) lítur út sem skinn hafi verið, því sumstaðar sér þess enn vott.
(Sést ekki 1 júlí 1954.) Og verið getur, að einlægur skinn-renningur
hafi verið undir þeim öllum, líkt og haft var á gömlu hnökkunum og
hellusöðlunum. Kistillinn, sem verið hefur fremur veikur og þunn-
gerður, eptir stærð, hefur verið með lömum og skrálæstur.-----Eg
eignaðist hann í skiptum fyrir nýann, á Jörfa, fyrir eitthvað 26 ár-
um, og hef haft hann síðan undir bækur og blöð. Sögu hans veit eg
ekki nánara.
1. 6J/..957. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum. Hjörur
og skráarlauf eru úr látúni, skrá úr járni (biluð); okar eru undir
endum loksins við gaflana og aðrir sem „fætur“ undir botninum á
báðum endum. Á miðju lokinu er látúnshandfang. L. (loksins) 22,
br. 13.5, h. 10.2.
2. Sprunginn. Nokkrar flísar brotnar af. Hjörurnar nokkuð laus-
ar. Mestan hluta skráarinnar vantar. Annan okann undan lokinu
vantar. iy% oki undir botninum er nýr. Ómálaður. 4.Á.C. og 74.1.q.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Hliðarnar og gaflarnir
hafa á miðju gegnskorna höfðaleturslínu og í kringum hana umgerð
með innskornum latneskum bókstöfum. Á framhliðinni eru nokkrir
litlir kílskurðir yzt til endanna. Neðst, eða eiginlega á framkanti
botnsins, er innskorinn krákustígsbekkur með kílskurði. Lokið hefur
tvær gegnskornar höfðaleturslínur. Kringum þær og á milli þeirra
eru bekkir af innskornum línum, smákílskurðum og ferhyrndum
skurðum. Utan á köntum loksins allt í kring eru kílskurðarbekkir.
Neðri kantarnir á okunum undir lokinu og botninum eru með tökk-
um og tungum. Okinn, sem eftir er undir lokinu, er skreyttur með
innri útlínum, „bátskurði“ og kílskurði á hliðinni, sem út snýr. •—
Skemmtilegur heildarsvipur. Ekki sérleg nákvæmni í smáatriðum.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Virðist vera frá 17. öld.)
5. Áletrun er torlesin. Það innskorna virðist vera bæn, sem byrjar
með GVD VOR FAdER--------------. En mörg undarleg tákn eru milli
hinna venjulegu latnesku bókstafa.
6. L: Frá Helga presti Sigurðssyni, Akranes, fsland, 27. 11. 1888.