Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Qupperneq 42
46
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá fyrri hluta 19. aldar.)
5. Áletrun engin.
6. L: R. Arpi, Uppsölum, keypti, 1883.
1. 38.858. Stokkur. Nokkuð stór tréstokkur með loki. Með skraut-
verki. L. 27, br. 18.5, h. 17.
2. Málaður með dökkgrænni olíumálningu að utan, beinlitaðri
(gul-hvítri) að innan. 74.A.k.
3. Höfðaletur á hliðum, öðrum gafli og lokinu. Lokið er viðgert,
við það hefur ein höfðaleturslína slitnað í sundur.
6. L: R. Arpi, Uppsölum, keypti, 1883.
(Ofanskráðar upplýsingar frá L. Hluturinn fannst ekki í ágúst
1954. Sennilega búinn til úr rúmfjöl. Hæðin er fremur venjuleg rúm-
fjalarbreidd.)
7. MÞ: Draglok á; hespa úr látúni sett á annan enda loksins og
fest á keng efst í gaflinum. Málaður grænn utan, en hvítur innan.
Annar gaflinn og hliðarnar eru sýnilega bútar af rúmf jöl, sem hefur
verið útskorin á framhlið, með rósastreng, djúpt og laglega skornum
í mörgum sívafningum, eptir miðjunni og höfðaleturslínu fyrir ofan
og neðan; hinn gaflinn er með útskornum, upphleyptum, 2 greinum.
— Af fremri enda fjalarinnar vantar dálítið; lokið er af honum og
byrjar áletrunin á því; þar næst er gaflinn, þá önnur hliðin og loks
hin, sem er aptari endi fjalarinnar, heill að kalla. — Milli gaflsins og
hliðarinnar (fyrri) vantar dálítið í. Áletrunin er alþekkt sálmsvers:
Huertseme/greinis - - - sott/seinasta/dkiemurdaud/ansnottnætu
/rkualas/------ligniotalattuþ/aiesumiggisa (þ. e. G. J. son á). —
Fjölin er sennilega frá 18. öldinni, en stokkurinn gerður á 19. öld og
hefur verið nýlega málaður, er hann kom til safnsins.
1. 38.859. Stokkur úr furu, festur saman með trétöppum. Með
renniloki. Annar endi þess er skorinn í boga í miðju, þar sem er skor-
in bátlöguð dæld til að taka í (naglarfar). L. (stokksins) 32, br. 20.5,
h. 19.8.
2. Með talsvert stórum sprungum. Efri kantur er brotinn af á
báðum hliðum. Ómálaður. 160.N.ay.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Munstur úr samhliða
dregnum, sveigðum línum, sem mynda hjartalagaðar myndir. Hinir
einstöku hlutar eru alltaf samansettir af undningi með „hala“. Skipt
í hluta með samhliða, innskornum línum langs eftir. Útfylling inni í