Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Síða 130
134
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
virðist vera þúfulöguð dys, enda fannst þar hauskúpa endur fyrir
löngu, og fyrir fáum árum fundust þar fleiri mannsbein". Þessi
staður virðist vera töluvert langt frá Einstakahól, þó að í landar-
eign Elivoga sé, og þyrfti þar að gera rannsókn.
3. Daöastaðir í Núpasveit, Presthólahreppi, Noröur-Þingeyjarsýslu.
Vorið 1956 bárust Þjóðminjasafninu boð frá Þorsteini hrepp-
stjóra Þorsteinssyni á Daðastöðum í Núpasveit um að fundizt hefði
sérkennilegur forngripur í landareign hans og líklega mundi vera
þar fleiri forngripa von. Ég fór austur hinn 11. ágúst, og voru þeir
með mér dr. Jan Petersen, safnstjóri í Stafangri, og Guðmundur
Þorsteinsson frá Lundi. (Alþýðleg frásögn um fund þennan er í
Lesbók Morgunblaðsins 1956, bls. 721—725).
Það kom í ljós, að hlutur sá, er fyrst fannst, var efri skjöldur af
kúptri nælu. Hann hafði fundið lítill drengur, sem var að ganga
við kindur. Hafði hann í grandaleysi fleygt neðri skildi nælunnar,
en fann hann aftur um haustið og sendi hann þá safninu. Ekki
mundi drengurinn nákvæmlega, hvar hann hafði fundið næluna, en
Þorsteinn hreppstjóri og börn hans fylgdu okkur á þær slóðir, sem
reyndust vera allfjarri bæ eða um hálftíma gang. Gengum við fyrst
suður yfir lágan lyngás, sem gengur vestur úr Núpnum og heitir
Vörðuás, beygðum síðan lítið eitt til suðvesturs, unz við komum að
heita mátti alveg niður á Björgin, sem rísa brött upp frá Núps-
mýrinni utan við Öxarnúp. Frammi á Björgunum er gríðarstór
uppblásinn melur, þar sem þó eru enn eftir nokkur jarðvegslög sums
staðar, og grastoppar standa hér og hvar. Uppblástur er hér enn í
fullum gangi. Þarna hafði drengurinn fundið næluna. Fyrst sáum
við á eínum stað nokkrar veðraðar hrossbeinaleifar og jafnvel smá-
brot úr mannabeinum, og var þar sýnilega um að ræða örfoka kuml-
stæði. Var þar ekki rannsóknarefni, en líklegt er, að þetta séu leifar
kumls þess, sem blés upp á þessum slóðum um síðustu aldamót.
Fundust þá tveir hringar úr járni, og munu áreiðanlega hafa verið
beizlishringar, en síðan hafa öðru hverju sézt þarna bein, m. a.
tvær mannshauskúpur, sem nú eru báðar týndar, önnur fyrir löngu.
Þetta er eftir sögn Þorsteins hreppstjóra.
Um 35 m SV frá þessum blásnu leifum fundum við kuml, sem var
að blása upp. Bryddi þar á kúptri nælu, sem lá á hvolfi, og nokkrar
perlur lágu ofan á rétt hjá henni, og voru sumar þeirra greinilega