Eimreiðin - 01.01.1918, Page 18
18
NYJA SAMBANDSLAGAFRUMVARPIÐ [Eimreiðin
sérstakur málaflokkur. Hvert svokallað sérmál er óhjá-
kvæmilega að því leyti til „tvíhliða“, að önnur hliðin snýr
inn á við og hin út á við. Hvaða skynsemi er t. d. i að
játa verslun og landbúnað sérmál, en neita því jafnframt,
að sérmálavaldur geti hagrætt þeim málum út á við, t. d.
greitt fyrir kaupum útlendra vara og sölu innlendra, með
milligöngu embættismanna sérmálavaldsins. Enda hefir
reynst ókleift að halda bannið við afskiftum löggjafa vors
af sammálunum.
það hafa t. d. verið lög hér á landi alla leið síðan 1878,* *
að ráðherra íslands mætti upp á eigin spýtur „semja við
stjórnir annara ríkja“ um vitagjald fyrir fiskiskip þau,
er ganga þaðan til fiskiveiða hingað. íslensku stjórnvaldi
hefir meira að segja haldist uppi að hafa afskifti af utan-
ríkismálunum í framkvæmd. parf eigi lengra að rekja,
en til viðskiftaráðunautsstarfsins fyrir ófriðinn og gæslu
viðskiftaþarfa vorra í Bretlandi og Bandaríkjunum siðan
á ófriðinn leið, fyrir milligöngu fastra erindreka, er lands-
stjórnin hefir gert út. petta ráð hafði verið upptekið, án
þess að utanrikisráðuneytisins danska hefði verið leitað
fyrirfram, eða samþykkis þess leitað eftir á. Og þetta er
ofboð skiljanlegt. Innri og ytri hlið hvers sérmáls er
jafnsjálfgefin og fram- og bakhlið á húsi, brjóst og bak
á manni. * * Enda mundi Nellemann, sem var í verki
með konungi um staðfesting elstu vitagjaldslaganna og
eigi varð bumbult af lagasynjunum, sennilega eigi hafa
ráðið til að staðfesta jafnafleiðingaríka afbrigðareglu frá
dönsku kenningunni um flutning utanríkismálanna, ef
honum hefði eigi þótt nauður reka til þess, að lands-
stjórnin gæti milligöngulaust hagrætt jafneinföldu og
raungæfu atriði. pó má vera, að tvær grimur hefði runnið
á gamla manninn, ef hann hefði þá órað fyrir því, að
bæði stjórn og lagakensla yrði flutt heim rúmum hálfum
þriðja áratug síðar.
* 1. gr. laga nr. 4 1878, sbr. nú lög nr. 55 1917.
* * Sbr. nániar um sammiáiin: Stjúrnlagafræöi mín, bls. 33—46
og skrifaða fyrirlestra.