Eimreiðin - 01.01.1918, Side 23
Eimreiðin] NÝJA SAMBANDSLAGAFRUMVARPIÐ
23
króna, að búa mætti sennilega til aftur Paradís hér á
jörðu. Harðstjórum er lógað og hervaldinu er lofað sömu
skilum.
Við stjórn i Danmörku, bændalandinu mikla, situr nú
eigi að eins oss góðviljuð heldur og óvenjulega víðsýn
stjórn, enda flestir ráðherrarnir lærðir menn og sumir
vel lærðir. Fáum löndum er jafnhættulega í sveit komið
á slíkum tímum sem nú eru sem Danmörku, en enn færri
löndum mun hafa verið jafnvel stjórnað undan áföllum.
Góðvild, víðsýni, og vitanlega nokkur sérgæska, stjórnar
Dana og dönsku þingflokkanna yfirleitt hefir nú fyllilega
sannast á oss, er þeir gjörðu út sendinefnd á vorn fund,
þó að það sennilega hafi verið gjört að undirlagi lands-
stjórnarinnar hér.
Og hér heima fyrir: Fullkomin eindrægni um samn-
ingsefnið. Alþingi viðstatt til umráða og ályktunar. Og
maðurinn á oddinum hinn lægnasti.
þ>ó hefir gæfan eigi sett Dani öldungis hjá, þar sem
meira mun nú vera hugsað í landi voru um mat og fjár-
öflun yfirleitt, en nokkru sinni fyrr, og þá auðvitað að
sama skapi minna um annað.
Er þá að líta á nýju kostina.
peir eru framreiddir í sama formi og 1908, i frum-
varpsformi, sem hvoru landinu um sig er ætlað að sam-
þykkja. pað er þvi eigi rétt að kalla frumvarpið „sátt-
mála“, svo sem sum blöð hafa gert. En af því að það
skiftir ólíkt meira máli, hvað skamtað er, heldur en hitt,
í hverju er skamtað, þá skal eigi fjölyrt um asklagið, um-
fram það að frumvarpið er 20 greinir og 7 kaflar. Fjölg-
unin frá greinatali fyrra frumvarpsins liggur aðallega i
því, að nýja frumvarpið hefir sérstaka grein um hvert
sammál, í stað þess, að þeim var áður öllum komið fyrir
í einni grein, en mörgum liðum, enda efnið yfirleitt meira
sundurliðað nú.
Mér er ljúft að játa því, að nýja frumvarpið tekur sum-
staðar fram fyrirrennara sínum, enda varð svo að vera.