Eimreiðin - 01.01.1918, Page 27
Eimreiðin] NÝJA SAMBANDSLAGAFRUMVARPIÐ 27
verða sagt upp, sér í lagi eða þá sambandsatriðunum
öllum.
Lögtignina minnist hvorugt frumvarpið á. En
eftir 6. gr. nýja frumvarpsins, sem nú verður nánar kruf-
in, þurfa menn eigi að vera vonlausir mn að geta fengið
„ráð“ og fleiri lík fríðindi lánuð að sunnan. Annars ætti
sjálfráðu landi að vera innan handar, að búa sér til líkan
glaðning handa þeim börnum sínum, sem fyrir hann
kynnu að vera gefin.
Um fæðingjaréttinn svo kallaða er ekkert sér-
ákvæði í nýja frumvarpinu. Hann felst í skugga 6. gr.
Öll lönd geyma borgurum sínum fleiri eða færri réttindi,
umfram þau, sem útlendingar hafa. Víðast eru þessi
forréttindi aðallega eignuð þeim mönnum, sem fæddir
eru af innlendu foreldri (þótt utanlands séu fæddir), eða
þeim, sem fæddir eru í landinu. Sumstaðar eru þau ætl-
uð þeim mönnum, sem hafa haft löglegt heimilisfang í
landinu um lengri tíma. En alstaðar hefir verið gerður
munur á innlendum og útlendum, jafnvel i sambandslönd-
um. Svo var það t. d. i Noregi og Svíaríki, og svo er það
í eina ríkjasambandinu, sem nú er til í álfunni, Austur-
ríki og Ungverjalandi. pessi munur er eini raunverulegi
munurinn á innlendum og útlendum, eða ríkisborgurum
tiltekins lands og öðrum mönnum. Viðlíka eðlilegur mun-
ur og er á heimilismanni og gesti.
pennan mun hafa danskir ríkisréttarfræðingar og eftir
þeim danskir stjórnmálamenn aldrei viljað gera á Dön-
um og íslendingum. Hvorir um sig skyldu eiga jafnan
rétt í hinu landinu, fslendingar og Danir á íslandi og
Danir og íslendingar í Danmörku. Að vísu hafa íslend-
ingar kannast við, að það fari eftir dönskum lögum, hvem
álíta skuli „innborinn“, en hafa jafnframt, eins og þegar
er vikið að, haldið þvi fram á síðari árum, að löggjafi
þeirra réði upp á eigin spýtur, hvað leggja skyldi upp
úr því, að mega teljast innborinn. Höfum vér því gert
hvorttveggja, að fækka réttindum innborinna og binda
nautn þeirra réttinda, sem innborinna rétt þurfti áður
til, við annað, sérstaklega við heimilisfang innanlands