Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Page 41

Eimreiðin - 01.01.1918, Page 41
Eimreiðin] VEISLAN í GRYFJUNNI 41 „Mikil ósköp!“ sagSi Stoner, „viljiö þér ekki gjöra svo vel að sleikja það upp?“ „Það er nú gott og blessað fyrir hann,“ sagði Bill, „en hvað fáum við þá út í teið?“ Hann hélt hreinni skál undir lekanum og lét mjólkina renna í hana. Þetta þótti nú ekki herralega að farið, og gáfum við honum í skyn, að það væri best að hann færi og borðaði frammi í eldhúsi. Næst kom á borðið kjötmauk með gulrófum og kartöfium Síðan fengum við eggjaköku. Þá fengum við í ábæti svolitla ögn af steiktu kjöti hver. Það kölluðum við hænsnasteik, en urðum að beita ímyndunaraflinu af öllum kröftum. Kore fullyrti, að hann hefði tekið hanann til fanga. Hann hefði komið að honum, þar sem hann sat á bæjarburst einni og var að gala „Die Wacht am Rhein“*. Hann hefði því verið rétttækur herfangi. „Hænsnasteik — já, fj... fjarri mér!“ murraði Bill. Hann var að stanga úr tönnunum á sér með sjálfskeiðingi. „Þetta er seigt eins og byssuól. Eg er hræddur um að þú hafir tekið vindhanann af burstinni í misgripum, og matreitt hann.“ En þó var eftirmaturinn mesta snildarverk Stoners. Hann hafði steytt „hundakex", bleytt það í vatni og hrært sætu berjamauki saman við það. Annað eins sælgæti hefi eg aldrei bragðað. Við neyttum þess líka með hátíðlegustu alvöru, og áttum engin orð til yfir snild og dugnað Stoners. „Þú ert hér með ráðinn yfir- matreiðslumaður á heimili minu,“ sagði Pryor, „og launin mátt þú sjálfur ákveða.“ „Þið megið taka mig þar sem eg stend, og mála mig hvanngrænan um allan skrokkinn, ef eg nokkurntíma hefi bragðað annað eins hnossgæti," gall Bill við. „Þetta verð- um við að fá á hverjum degi, nú héðan í frá og þangað til stríð- ið er búið.“ Nú kom vínið, kaffið og vindlarnir fram á vigvöllinn. Þá heimt- aði hver maður að einhver héldi ræðu. „Hver býðst til þess?“ spurði Bill. „Patri,ck,“ sagði Mervín og leit til mín. „Já, upp nú, Patrick!“ hrópuðu allir. * Hersöngur Þjóðverja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.