Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Page 76

Eimreiðin - 01.01.1918, Page 76
76 HELJARTÖK MIÐALDAVELDANNA [EimreiÖin Worms, tóku nú orð sín aftur hver um annan þveran, heldur en sitja í banni páfa. Nokkrir af bestu stuðnings- mönnum hans dóu skyndilega. Ekkert gat orðið af þing- inu i Worms, og jafnvel Saxar, sem legið höfðu eins og í roti eftir ósigurinn mikla, fóru nú að lyfta upp höfðinu og hugsa um nýja uppreisn. pað skorti heldur ekki þá menn í þýskalandi, sem voru sáróánægðir og reiðir við Hinrik og þótti vænt um að fá nú átyllu til að slíta trygðum við hann. Og hinir voru líka margir, á þessari miklu hjátrúar- og kirkjudýrkunar- öld, sem ekki þorðu að eiga samneyti við hann. Ægilegt samsæri var sett á laggirnar gegn Hinriki. Páfinn sendi áskorun um að kjósa nýjan konung, og ýmsir höfðingjar komu saman í Tribur í þeim erindum. Hinrik var þar staddur í nágrenninu, og fékk loforð um að mega hanga í tigninni með ýmsum auðmýkjandi skilmálum, og þvi þó helst, að hann skyldi hið skjótasta losna úr banninu. Hann gaf og út opinbera yfirlýsing um, að hann tæki aftur gerðir Wormsþingsins og ritaði páfanum mjög auð- mjúkt bréf. Svona var vald páfans og kirkjunnar orðið magnað! Gregoríus hafði ætlast svo til, að kirkjufundur yrði haldinn í Augsburg um veturinn. þangað ætlaði hann sjálfur að koma, og gera upp allar sakir. En Hinrik sá í hendi sér, eins og rétt var, að næði þetta fram að ganga, þá væri úti um hann. Hann réðist því í það snarræði að verða fljótari til. Um háveturinn lagði hann upp í ferð yfir Alpafjöll, skömmu fyrir jólin. Kona hans og sonur fóru með. Ómögulegt er að lýsa þeim kvölum og hörm- ungum, sem þau urðu að þola uppi á reginfjöllum í vetrarhörkunum og ófærðinni. Menn páfans höfðu einnig komist á snoðir um þessa fyrirætlun Hinriks og settu verði á alla helstu vegina yfir Alpafjöllin, og Hinrik varð því að fara út af alfara vegum. Páfinn var kominn yfir Apenninafjöllin á leið sinni til Augsborgar, þegar sú fregn barst honum, að Hinrik væri kominn suður yfir Alpafjöll. Fregnin var óljós, og hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.