Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 18
22
máífræöislega leyfa mér aö benda á hina bókstaflegu
frummerking þess orðs. ,,Álfrek“ er sérhvað, sem
samkvæmt trúarhugsan hinna heiðnu forfeðra vorra
rekur burt álfa, hinar góðu landvættir, ljósálfana. Á
saurugum stöðum myndi slíkar verur með engu móti
geta haldist við. En hvar, ef ekki á heilögum þing-
stöðvum, þar sem ræddi skyldi velferðarmál almenn-
ings og kveðnir upp réttir dómar, reiö á að tryggja
sér návist hinna góðu anda ? Hugsan sú er því stór-
virðingarverð og fögur, sem réð í lögmálinu um frið-
helgan þingvallarins gamla í Þórsnesi, hinu stranga
banni gegn því, að sá staður væri á nokkurn hátt
saurgaður. Það er ein af hinum spámannlegu hugs-
unum í heiðni, sem með fylsta rétti má segja að bendi
í kristindómsáttina. En eins og vér heyrðum rís upp
oflátunga-flokkur einngegnfriðhelgunar-lögmáli þessu,
lítur á það eins og harðýðgisfulla, heimskulega hót-
fyndni, afsegir að hlýða því, hefir um það ill orð, og
kemur svo rétt bráðum, vandlega vopnum búinn, fram
til þess í verkinu að troða það á hinn fáránlegasta
hátt undir fótunum.
Þetta er fornsaga úr heiðni frá löngu liðinni öld.
En þó að hún í bókstaflegum skilningi liggi oss all-
fjarri, þá hefir hún þó vissulega inni að halda mjög
mikilsverðan lærdóm, sem vert væri fyrir allar heims-
ins þjóðir að halda á lofti og tileinka sér. En af því
að saga þessi er íslenzk að uppruna, þá ættum vér sér-
staklega að veita henni athygli og nota oss lærdóm-
inn, sem í henni felst. Eg fæ og ekki betur séð en
að þar sé einmitt svo ágætur spegill, oss Islendingum
í nútíðinni lagður upp í hendur, til þess að vér í hon-
um getum séð ýms helztu einkennin á þjóðlífi voru.