Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 73
77
treyjunni og í nýja treyju ; hann er breyting, ekki frá
ljósi til myrkurs, heldur frá ljósi til ljóss, tilsvarandi
lífi voru hér; hann er þaö, aö byrja lífiö á ný þar sem
vér lúkum því hér;dauðinn er partur lífsins.sem maður á
ekki aö hræðast eða bíða kvíðandi, heldur fagna bros-
andi, þegar hann kemur á sinn eigin góða hátt og góða
tíma. ‘ ‘
Svona er nú þessi ,,trúarjátning“. Hún snertir
óneitanlega góða strengi í hjarta manns. Og fjölda
mörgum góðum sálum geðjast að henni og láta sér
hana nægja. Þetta alt er svo fagurt. Svona fegurö
vilja menn eignast. Og þess vegna er svona boðskap
vel tekið og svona kenningar fá mikla útbreiðslu. I
sjálfu sér er heldur ekkert út á þetta að setja ; síður
en svo. En frá voru sjónarmiði er gallinn á þessari
kenningu það, að hún hefir engan grundvöll til að
hvíla á. Flest eða alt, sem talið er upp í ..trúarjátn-
ingu“ siðferðilegu menningarinnar (Ethical Culture),
könnumst vér við sem ávexti kristilegrar trúar, og vér
sjáum þá ávexti þroskast æ meir hjá sanntrúuðum
Jesú lærisveinum. En oss getur eigi skilist, að þessir
ávextir, fremur en aðrir ávextir, geti sprottið án þess
að hafa tré eða rót að spretta á. Reynslan mun sýna,
að öll viðleitni til að skapa helgunina án trúar, er
ómöguleg, af sömu ástæðu, sem ómögulegt er að fá
fullþroskað korn, nema fyrst sé til kornstöng.
Eg mætti óhætt nefna í þessu sambandi við sið-
fágunar-stefnuna hina nýju mynd raunspekinnar
(pósitívismus). Hinn npphaflegi höfundur þeirrar
heimspekisstefnu var heimspekingurinn Auguste
Comte. En sá, er nú heldur henni fram í nokkuð
nýrri mynd og mestur er leiðtogi, er enskur maður að