Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 154
unum enn. Að minsta kosti eru þeir ekki farnir aS
yrkja um hana.
Guðmundur Friðjónsson líturannars ekkert björt-
um augum á lífiS, þótt lund hans sé of karlmannleg
til aS gjöra hann aS mjög svartsýnum manni. þegar
hann talar um stritiS og stríðiS, sem hann gjörir mjög
oft, sýnir hann fram á, hve illa það fer með manninn,
slítur honum út, þangað til hann er orðinn kreptur af
gigt og lúa og hnígur svo niSur í gröf sína. þetta er
auSvitað alt saman satt. Ekkjan viS ána gleymist
mönnum ekki. ÞaS bendir alt til þess, aS skáldiS
finni sárt til þess, hve hið þunga líkamlega strit fer
illa með manninn. AuSséS, aS hann finnur til þess,
hve lúinn og bakverkurinn er sár. En það er líka til
önnur hliS á líkamlegri vinnu mannanna, sem eg hafði
húist við, aS GuSmundur Friðjónsson mundi lýsa.
Það er yndiS, fögnuSurinn, sælan, sem því er samfara
fyrir heilbrigSan mann að beita kröftum sínum af al-
efli við eitthvað. Þess er fullkomin þörf, aS skáldin
yrki um vinnuna frá þessu sjónarmiði. Því í huga
fólks vors er vinnan nær því stöSugt strit en ekki starf,
— strit, sem slítur kröftunum og leggur manninn með
lítinn eða engan ávinning í gröfina, en ekki starf, sem
yndi er af hendi að inna og einhverju fær til leiSar
komið. AS breyta þessari strits-hugmynd í huga fólks
vors í starfs-hugmynd hefði veriS göfugt ætlunarverk
fyrir skáldið. ÞaS ætti hann heldur að reyna til aS
gjöra, en aS bregða þeim mönnnm um lítilsvitSing
líkamlegrar vinnu, sem aldrei hefir slíkt til hugar kom-
iS og ekki gefiS hið allra-minsta tilefni til þess meö
neinu orSi, heldur ef til vill bæöi í orSi og verki sýnt,
að þeir álíta mestan fögnuS lífsins og farsæld í henni
fólginn. En alt þetta er af eölilegum ástæöum. ÞaS
er von, að GuSmundi Friðjónssyni finnist vinnan lík-
amlega, eins og hún gjörist meö bændum á fóstur-
jörð vorri, fara illa með manninn. Hún fer í raun og
veru illa meö menn eins og hann, og þeir, sem líkt er
ástatt fyrir, fmna allir sárt til þess. Menn með aðru