Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 44
48
bráðlát, óþolinmóð börn, óvitar, sem sí og æ eru aö
heimta ný og ný leikföng og óöar en þau berast þeim
upp í hendurnar fleygja gömlu gullunum sínum og
vilja ekki líta í þá átt framar. I skammargreinunum,
sem íslenzku blööin eru nú svo full af,má einatt eftir því
taka, a5 veriS er aö brigzla þeim eSa þeim andstæS-
ingnum eöa óvininum um aS hann sé orSinn svo gam-
all. Eitthvert sterkasta vopniS, sem ritstjóri ,,Bjarka“
á SeySisfirSi reiSir til höggs viS ritstjóra ,,Austra“, er
slíkt brígzl. Sama vopniS tók ,,Þjó6ólfur“ aS bera
aö höfSi ritstjóra ,,ísafoldar“ fyrir æfa-löngu, og bjóst
víst viS því, aS almenningur teldi þaS rothögg. Rit-
stjóri ,,ísafoldar“, stór-gáfaSur og ágætur maSur eins
og alkunnugt er, var þá langt fyrir innan fimtugt.
Þetta kann sumum aS virSast smámunir, sem ekki sé
getanda. En þaS er þvert á móti. Þetta bendir
langt út fyrir sig, bendir til þess, aS lífsreynsla sé
einskisvirSi, þaS, sem gamalt er taliS, fyrirlitlegt,
ungu mennirnir þeir einu, sem vit hafi, því þeir sé
helzt líklegir til aS koma meS nýungar. Og á nýung-
um og nýmælum á þjóSin aS lifa, — nálega aS eins á
þeim. HugsiS um nýyrSasýkina hjá íslenzku mál-
fræSingunum. I þeim hópi þykist enginn maSur meS
mönnum, sem ekki smíSar svo og svo mörg ný orS til
þess aS bæta viS gamla orSaforSann í tungu vorri eSa
til þess aS útrýma þeim orSum, er áSur voru f}'rir.
Þeir rembast viS aS verpa sein flestum slíkum eggjum
eins og rjúpa viS staur. Þeir ætla aS bæta tungu
vora meS þessu, auSga hana og fullkomna. En þeir
rugla henni ög skemma hana meS þessu háttalagi.
Og svo apa aSrir þetta eftir, —margir, sem alls ekk-
ert vit hafa á og kunna því ekki meS aö fara. ÞaS