Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 88
skoöunina. En allar skoöanir geta notiö sín af því
nógir eru til aö verða skoðanabræður og hafa sínar.skoð-
anir í félagi hver með öðrum.en þó út af fyrir sig. Þá
fyrst er ófrjálslyndi og ófrelsi, þegar því er þröngvað sam-
an, sem ekki á saman, þegar mismunandi skoðanir á
að neyða til að samtengjast. Þess vegna getur naum-
ast verið frelsi og frjálslyndi í mjög smáum mann-
félagshópi, eða hjá mjög lítilli þjóð, af því þar eru of
fáir til að hafa sérstök samfélög og njóta hinna mörgu
skoðana eftir vild sinni í mörgum mismunandi félög-
um, og verður því að reyna að sjóða þar alt í sama
pottinum, hvort heldur er fiskur, kjöt eða kálmeti.
En þrátt fyrir það, að allar trúarskoðanir eiga í
sjálfu sér jafn-mikinn rétt á sér, má enginn ætla, að
einu gildi hver skoðanin er eða stefnan. Maður hefir
rétt til að ganga hverja þá braut sem hann vill, en
brautirnar liggja í ólíkar áttir og að ólíkum takmörk-
um, sumar leiða út á eyðimerkur, aðrar liggja út á
hamra, sem vegfarandinn steypist fram af, og ein
liggur til eilífs lífs.
Þegar vér hugsum um hinar mörgu stefnur og
ótal villuvegi, sem eru í kring um oss, þá gjörðum vér
viturlega í því, að minnast þess ávalt, bæði sem ein-
stakir menn og sem söfnuðir og sem kirkjufélag, að
þó er að eins einn vegur — og það er hann, sem er
vegurinn, sannleikurinn og lífið,drottinn vor og frelsari
Jesús Kristur. Og að að eins eitt ljós er til að lýsa
oss á þann veg og eftir þeim vegi, og það er guðs orð
heilagrar ritningar, sem mönnunum er gefið til að
vera lampi þeirra fóta. Ef vér víkjum eitt spor frá
guðs orði eða drögum af því eða aukum það, þá mun
vissulega koma yfir oss öll bölvun trúarringlsins, sem