Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 89
93
nú gengur um heiminn í ótal myndum. Eins og
Lúter foröum, þurfum vér því óaflátanlega að biöja,
er hinir mörgu straumar steypast yfir oss:
,,Halt’ oss, guö, viö þitt heilagt orð“.
Kirkjufélag vort er minst allra kirkjufélaga. En
fyrir guöi er ekkert smátt og ekkert stórt. Og vér,
sem nú lifum og leggjum grundvöll fyrir komandi
kynslóðir aö byggja ofan á, berum ábyrgðina á því, í
hvaða straumi kirkjufélag vort skuli lenda, hvort
heldur inn í Missouri, hið grugguga vatn mannasetn-
inga og hjátrúar, ellegar Mississippi, hið hreina vatn
guðs orðs og Krists-trúarinnar. Þau þjóðernislegu
sérkenni, sem nú eru á oss, hverfa, tungan, sem vér
tölum, gleymist, en frá því litla fjalli, sem vér hér
byggjum, mun um allar aldir renna lítill straumur,
andlegur trúarstraumur, og vökva sálir niðja vorra frá
kyni til kyns.
Þótt íslenzkan gleymist og vér hverfum í hafið,
þá gefi það góður guð, að vor litli straumur í hið and-
lega haf verði straumur hreinnar lúterskrar trúar.
Hinn mikli ,,vatna faðir“, Mississippi, rennur
um landið og út til hafs. Kristindómurinn er slíkur
andlegur Mississippi-straumur. Hann er hreinn og
tær og kominn frá guði sjálfum, og hann streymir út í
haf eilífs lífs. Ó að geta borist með þeim straumi án
þess að nokkur straumur hins ,,grugguga vatns“
renni þar saman við!
Höldum oss í þeim hreina straum, unz engillinn
sýnir oss ,,straum lífsvatnsins, semer skær sem kryst-
all og rennur frá hásæti guðs Og lambsins. “