Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 152
I5Ó
eru prýðisfallegar, ósjaldan samt nokkuð mikið í þær
borið. Skáldinu líður vel, þegar hann er úti í sól-
skininu, töfrandi tunglsljósinu, dreymandi sumarnæt-
urblíðunni. Eða honum er kvöl í hug, hann hangir niður
magnþrota, lætur hestinn lötra, þegarhann stefnir beint
á móti óveðursbakkanum og hann finnur ,,beinþröng-
an.skorpnaðan skóinn“ kreppa að fæti sér. Eða þegar
hríðarnar mæla mót með sér í andliti hans, önnur úr
heimi náttúrunnar, með frosti og nepju og fannkomu ;
hin innan úr heimi hugans, með sálarkvöl og angur.
Stundum bera náttúrulýsingarnar efni kvæðanna ofur-
liöi, eins og til dæmis í kvæðinu Á leiði mömmu.
En það er ekki nein minkun að þessu:
,,Vorgyðjan situr við sæinn
með sólrita í hendi
og færir á fjörðinn í letur
um för sína norður“ [50].
Eða þetta :
,,Mæltu hríðar mót og héldu
mér á vörum kevptu og seldu.
Önnur kom úr hugarheim,
hin úr Norðra kuldageim;
eru vit mín undan þeim
eins og héluð sina í keldu“ [71].
Um sorg móðurinnar yfir látnu barni segir hann:
,,í heimi er enginn fæddur, sem henni lýsa kann,
því hljóminn vantar tónskáld og liti málarann“ [93].
En aldrei yrði eg búinn, ef eg ætlaði að benda á hið
mýmarga, sem haldið hefir huga mínum föstum. Það,
sem hér hefir verið týnt til er nóg til að sýna, hve ein-
kennilega og skáldlega höfundurinn kann að haga orö-
um sínum. En um leið og maður veitir því eftirtekt
og hugsar um það í sambandi við alt aðal-efni kvæð-
anna, gengur maður fljótt úr skugga um, að í þessu
einkennilega vali orða og líkinga er aðal-íþrótt hans
fólgin. Kvæðin eru fremur efnislítil, Maður verður
þess svo sjaldan var, að nokkurar mikilfenglegar hugs-
anir séu inni fytir hjá skáldinu, sem kvæðin fæðast af.