Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 157
gildis telja er þaö, aS höíundurinn lætur aldrei boðnar-
injööinn stíga sér svo til höfuðsins.aS hann fari aö tala
óráð. ÞaS er ávait auðvelt aö finna einhverja hugs-
unarrétta þýSing í hendingum hans. Þó þaS sé
ekki djúp speki né áhrifamikil sannindi, sem hann
kemur meS, fer hann aldrei meS rugl. Og þaö er
góSra gjalda vert. ÞaS veröur naumast sagt, aS hann
hafi aukiS bókmentir vorar meö þessu ljóöasafni sínu.
Því bókmentalegt gildi hefir þaö lítiö. En þaö er
nágrönnum hans geöþekk endurminning liöinna ára,
horfinna ánægju og alvöru stunda, er þeir tóku þátt
hver í annars gleSi og sorg, frá því snemma á frum-
býlingsárunum og þangaö til nú. —Formáli er fyrir
bókinni í ljóöum og hann er höfundinum til sóma, því
þar kemur svo vel fram, aö honum voru kunnug tak-
inörk þeirrar hagyröingsgáfu, er hann haföi þegiö:
,,Eg fæ mér skjól í flokki líka minna,
sem flögra lágt og ei að grunni kafa,
en svimar við að horfa upp til hinna,
sem hátt á menta tindinn klifrast hafa.
Eg virði þá, en þekki mína galla
í þröngsýninu lágt á neðsta hjalla. “
Benda mætti á ýmislegt laglegt í bókinni t. d. Vonin
um vorið' (88) og annaö fleira. Bókin er 350 bls. aö
stærS, prentuð í prentsmiðju Lögbergs, og frágangur-
inn laglegur og bandið snoturt, en prófarkalestur því
miöur mjög ófullkominn. Sigurbjörn heitinn lifSi það
aS bók hans kom út, en lézt skömmu síöar. Kostn-
aöarmenn eru tveir nágrannar hans og vinir, og von-
andi aS bókin veröi keypt af æði-mörgum, svo þaö
verSi ofurlítill styrkur fyrir ekkjuna, sem er bláfátæk.
Bókin skemmir engan, en miklu fremur bætir. Því
þaS er vandaður maður með hlýjan og góðan hugs-
unarhátt, sem stendur á bak við öll þessi kvæði; hann
lætur sér ant um alt gott og göfugt í fari mannanna
og leitast viS aS stySja það eftir megni.