Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 125
i 29
það, sem sízt treöst undir í þrengslunum og ljær
manninum beztan þrótt í samkepninni eru mann-
kostirnir.
Þegar öllu er á botninn hvolft, fer gildi mannsins
alt eftir því, hvort hann er vænn maður eða óhræsi.
Og í samkepninni er gott að muna eftir því, að þegar
til lengdar lætur, eru það vænu mennirnir, mann-
kostamennirnir, sem hafa gæfuna með sér í lífinu.
Þó hinir kunni að vaða uppi um stund, er hver sigur-
vinning þeirra í rauninni ósigur. Óhræsin elta ógæf-
una og ógæfan eltir þá, þangað til bæði liggja í sama
fletinu.
Þetta þurfa vorir íslenzku námsmenn hér að muna.
Þeir þurfa ekki einungis að verða jafn-miklir menn og
innlendir keppinautar þeirra í ýmsum lífsstöðum.
Heldur líka meiri menn. Og um fram alt verða þeir
að skilja, að alla aðal-áherzluna þarf á það að leggja,
að verða sem mestir mannkostamenn, og hafa stöð-
ugt í huganum hæstu kröfurnar, sem hverri stöðu
fylgja, en ekki þær lægstu.
Vér megum ekki gjöra oss ánægða með neitt
annað og minna en það, að láta verða eins rnik-
inn mann úr oss og framast er unt. Og til þess að
það geti orðið, verðum vér að taka á af öllum kröftum
sálar og líkama á námsárunum, til að knýja fram hina
huldu krafta til góðs, sem geymast kunna í instu
fylgsnum eðlis vors.
Og svo verða íslenzkir námsmenn hér líka að
muna eftir þjóðinni, sem hefir alið þá. Það er efa-
laust ein þeirra allra-helgasta skylda. Vér mennirnir
erurn að lang-mestu leyti arfur. Vér erum svo lítið
annað en það, sem vér höfum erft frá feðrum vorum.