Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 101
105
í skilning um, að þeir séu ekki nema örfáir með hverri
þjóð, sem köllun og hæfileika hafa fengið til þess að
verða skáld. Hæiileikar þeirra manna í skáldskapar-
áttina þurfi að gnæfa svo hátt yfir hæfileika alls þorr-
ans, að ekki sé viðlit fyrir nokkurn mann að gefa sig
við skáldskap, nema hann hafi þegið þessa sérstöku
hæfileika. Það sé engan veginn nóg að geta látið
setningar falla í hljóðstafi og rím. Heldur verði
skáldin að sjá miklu lengra inn í andans heims en
öðrum mönnum er unt. Þeir verði að hafa hugsanir
á boðstólum, er séu hugsunum annarra manna bæði
göfugri og háleitari. Þeir eigi að vera spámenn
þjóðar sinnar og andlegir leiðtogar, er séu þess um
komnir, að sýna henni sannindi, sem hún hefir ekki
áðnr séð, og leiða hana upp á þær andans hæðir, sem
enn eru langt fyrir ofan hana, og þar sem hún enn
hefir ekki stigið fæti.
Svo er annað. I góðum skólum eru listaverk
nútíðarskáldanna lesin svo vel, sundurliðuð svo ná-
kvæmlega, listin látin verða svo augljós, hugsanirnar
klofnar svo vel til mergjar, byggingin, sem manns-
andinn þarna hefir reist, látin verða svo mikilfengleg í
huga nemandans, að hann skilur æ betur og betur,
eftir því sem hann kemst lengra í námi sínu og nær
því að verða mentaður maður með ofurlitla sjálfs-
þekking, að það er hæfileikum hans öldungis ofvaxið
að verða skáld. Ósjálfrátt segir hann þá við sjálfan
sig: Svona hátt gæti eg aldrei fiogið. Svona langt
inn í leynigöng mannlegra hugsana gæti eg aldrei
komist. Svona sterku haldi gæti eg aldrei náð á
huga og tilfinning annarra manna. Þessari mikilfeng-
legu list gæti eg aldrei náð. Mér er vissulega ekki
ætlað að verða skáld. Eg verð að leitast við að verða