Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 24
2§
æsku, me’lan hann enn þá ekki haföi lært aö halda
ástríöum síns náttúrlega manns í skefjum og naumast
haföi neina verulega hugmynd um, hvað hann var að
gjöra, Nærri því þrítugur aö aldri kunni hann enn
ekki aö meta ógildi ljóða þessara og lét þau svo lögð
fram fyrir þjóð sína eins og ekkert væri þar saknæmt
eöa óheilsusamlegt. En brátt neyddist hann til að
opna augun og sá, að hann hafði með þessu gapalega
tiltæki sínu sært hina brezku blygðunartilfinning
hræðilegu holundarsári. Það segir í Njálssögu um
Flosa Þórðarson, að fréttin um víg Höskuldar Hvíta-
nesgoða hafi valdið honum mikillar áhyggju og reiði,
og hafi hann þó verið maður vel stiltur. Sömu áhrif,
og þó öllu meiri, hafði útkoma hinna ljótu ljóða eftir
Svvinburne á brezku þjóðina. Hvergi er meira af
hugsunarfrelsi, málírelsi og ritfrelsi til í heimi en á
Englandi. En hér var almenningi þess lands og ríkis
boðið meira en svo, að við mætti una bótalaust. Það
reis upp slík reiði og gremja í þjóðarhjartanu brezka
gegn skáldi þessu, að ódæmum sætir. Reiðin og
gremjan varð að voðalegum flóðöldum, sem á skömm-
um tíma færðust út yfir haf brezka þjóðlífsins og
brezku heimsmenningarinnar þvert og endilangt, til
allra stöðva á hveli jarðarinnar, þar sem ensk tunga
er töluð. Almenningsálitið virtist býsna eindregið og
ótvírætt vera það, að hér hefði verið drýgð syndin á
móti heilögum anda, sem að vitni mannkynsfrelsarans
Jesú Krists sjálfs ekki verður fyrirgefin hvorki þessa
heims né annars. Og víst er um það, að brezka
þjóðin hefir ekki enn eftir þrjátíu og sex ár fyrirgefið
Swinburne þennan glæp hans. Hann hefir orkt og
orkt á öllum þessum mörgu árum, og vandað sig sem