Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 79
§3
umgangast anda framliðinna, bæði fyrir sjálfa sig og
fyrir hönd annarra.
Andatrúarmenn hafa enn ekki samiö neina alls-
herjar trúarjátningu og eiga raunar ekki saman nema
að nafninu. Þeim kemur þó öllum saman um ódauð-
leik sálarinnar, og um möguleika á samfélagi milli
anda þeirra, sem yfirgefið hafa líkamann og hinna,
sem enn búa í líkamanum. Þeir trúa á guð, sem
hinn æðsta anda. Biblíuna skoða þeir ,,andlega“
innblásna. Og Kristur segja þeir, að verið hafi mestur
andafræðingur sinnar tíðar.
Félagið The National Spiritualist Association
kom sér saman, á þingi sínu í Chicago árið 1899, um
þessi sex meginatriði kenningarinnar: ,,1. Vértrúum
á eilífa alvizku. 2. Vér trúum, að allir náttúrlegir
fyrirburðir, líkamlegir og andlegir, séu svipir (ex-
pression) eilífrar alvizkunnar. 3. Vér kennum, að
sönn trú sé, að skilja þá fyrirburði fullkomlega og lifa
samkvæmt þeim. 4. Vér kennum, að sérstakleg til-
vera haldi áfram eftir umbreytingu dauðans. 5. Vér
kennum, að samtal við þá, sem kallaðir eru dauðir, sé
mögulegt og vísindalega sannað af andafræðinni. 6.
Vértrúumþví, að hin æðsta siðgæðis fullkomnun sé
fólgin í ‘gullnu reglunni’: Alt, sem þér viljið að
mennirnir gjöri yður, það eigið þér og þeim að gjöra!“
Viðvíkjandi lífernisreglum ýmsum hefir þetta fé-
lag gengið flestum lengra: Það býður mönnum að
forðast áfenga drykki, ópíum, tóbak og alt, sem sé
blóðæsandi. Það heimtar, aö stríð séu afnumin, og
allan ágreining milli þjóðanna skuli jafna fyrir gjörðar-
dómum. Það heimtar líka, að dauöahegningin sé
niður lögð alls staðar.