Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 74
nafni Frederic Harrison. Hann kallar kenningu sína
,,trúarbrögö manndómsins“ (Religion of Humanity).
A Englandi eru nokkur félög, sem fylgja þessum lífs-
skoðunum og hafa enda kirkjulegt sniö á sér og kirkju-
Hgar athafnir. Auk þess, sem þessi manndóms kenn-
ing hefir óbeinlínis haft áhrif hér í landi, þá hafa
einnig verið mynduð félög lík þeim á Englandi. Einn
slíkur söfnuður er í Chicago. Þegar Frederic Harri-
son var þar staddur í vetur, kom söfnuðurinn saman í
stórhýsinu Auditorium, og meðal annars, sem þar
fór fram, var það, að Mr. Harrison ,,skírði“ þar
tveggja ára gamalt barn. Skírn þessi er í því fólgin,
að barnið er hátíðlega helgað manndóminum, og for-
eldrarnir skrifa undir skuldbinding í þá átt, að láta líf
barnsins hjálpa til að fullkomna manneðlið.
Náskyld þessari stefnu siðfágunarianar, er hreyf-
ingin nýja hérlenda, sem kallar sig ,, The Nezv Huinan-
is?n“. Postuli þeirrar stefnu er hinn ungi mælsku-
maður Edward Howard Griggs. Hann er hálærður
maður og var um nokkur ár prófessor við Stanford
University, en sagði því embætti af sér til þess að
geta gefið sig allan við því, að prédika fyrir mönnun-
um fullkomnun mannlegs lífs. I vetur flutti hann tfu
fyrirlestra, einn á viku, í Boston, og var aðsóknin svo
mikil, að ekkert hús fekk rúmað alla. Hann talaði
þar um þá menn ýmsa, er hann telur hafa verið mesta
og fullkomnasta. Grundvallar kenning hans er sú,
að fullkomnunin búi í manninum sjálfum, en hana
þurfi að vekja í fyrstu og svo varðveita með grandvar-
leik lífernisins. Hann vill því láta kenna mönnunum
að 1 i f a, og sjálfur leggur hann niður hreinar og há-
leitar reglur fyrir hugarfari manns, og sýnir fagrar,