Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 75
79
fullkomnunar fyrirmyndir fyrir heimilislífinu og sam-
búð manna.
Þessi dæmi hefi eg nefnt til aS sýna, hversu loftið
er á yfirstandandi tíð fult af tilraunum til að ná hinum
æðstu gæðum með fagurfræðilegri viðleitni til að full-
komna manninn. Eg er sannfærður um, að þessi
stefna lætur eftir sig einhverja ávexti, og að líkindum
hefir hún með tímanum áhrif á trúarlíf og starfsað-
ferðir kirkjunnar.
Hinn þriðja meginstraum siðfágunarstefnunnar
taldi eg áðan vera þá skoðun, að fullkomnun mann-
kynsins fengist fyrir stofnun allsherjar bræðralags
meðal mannanna á jörðunni. Sú stefna á skylt við
sósíalismus. Eins og menn vita, hefir sósíalismusinn
tekið all-mikilli umbreytingu á síðari árum. Hann
hefir stundum verið náskyldur anarkismus. En breyt-
ingin er í því fólgin, að þar hefir orðið aðskilnaður á.
Sá ,,vængur“ sósíalismusins, sem gekk í byltinga-
áttina, hefir sameinast anarkismus og horfið frá sósíal-
ismusinum, sem nú gengur með meiri hógværð að
ætlunarverki sínu, því að jafna kjör mannanna og
sameina þá. Og ekkert spursmál er um það, að
sósíalismus er sums staðar farinn að hafa áhrif á kirkj-
una — að minsta kosti í Norðurálfunni, einkum á
Frakklandi og Þýzkalandi. Sumir vilja meira að
segja, að kirkjan taki að sér sósíalista meginreglurnar.
Tvær ritgjörðir eftir merka guðfræðinga hefi eg séð,
er ganga í þá átt. Franskur prestur, Gounelle að
nafni, kemst svo að orði:
,,Um mörg ár hefir mín kristna samvizka engan
frið viljað gefa mér. Þessi innri órói hefir knúð mig
til að gjörast sósíalisti. Brýnasta þörf nútímans er,