Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 77
geta um hina stórkostlegu hreyfingu, sem komiö hefir
á staö öllum hinurn mörgu og sumum öflugu „bræðra-
félögum“ (Fraternal Societies). Sú hreyfing er í
þessa áttina. Svo og svo stórir hópar manna bindast
þar hinum sterkustu félagsböndum ogskuldbinda sig til
aö láta, í takinarkaðri merkingu, eitt yfir alla ganga.
,,Bræðurnir“ skuldbinda sig til að annast hver annan
í sjúkdómum og borga vissar peninga upphæðir til
fjölskyldna þeirra, sem deyja. Flest þau félög taka á
sig einhvers konar guðræknis gerfi, lesa í biblíunni og
fiytja bænir á fundum sínum, og hafa form fyrir guð-
ræknisathöfnum bæði við jarðarfarir og fleira. Svo
sterk er þessi hreyfing, að sumir kirkjumenn óttast, að
hún muni veikja kirkjuna til muna, með því að margir
láti ,,stúkur“ bræðrafélaganna koma í kirkjunnar stað.
Margir kirkjumenn hafa ýmugust á guðræknisiðkunum
stúknanna og telja þær ókristilegar og óleyfilegar
kristnum mönnum. Býsna mikið stríð er út af þessu
víða. Sumar deildir lútersku kirkjunnar standa fast
á rnóti þessum félögum og líða engum, sem tilheyrir
leynifélagi (bræðrafél.), að tilheyra söfnuðum sínuin.
Margir verða þá til þess, að kjósa heldur ,,stúkuna“
en kirkjuna, og segjast njótameiri mannúðar og sann-
arlegs kristindóms þar, heldur en í kirkjunni sjálfri.
Margir segja, að það sé vegna þess, að kirkjan sé
horfin frá sínu upprunalega prógrammi, að þessi
mannúðar- og bræðra-félög séu til orðin. Ef kirkjan
legði meiri ástundun á að kenna bræðralags-hugmynd-
ina, og iðka það, þá þyrfti eigi þeirra félaga við. —
En hvað sem því öllu líður, þá ber hin rnikla út-
breiðsla þessara félaga vott um sterkan strauin í hugs-
unarhætti nútímans, sem hlýtur að hafa sín áhrif.