Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 174
Þórhallur sagt frá honum. Lætur honum manna bezt að rita stuttar
en greinilegar æfisögur erlendra merkismanna. Auk þess hefir alma-
nakið ýmsan fróðleik meðferðis að vanda, sem mikið er á að græða
fyrir alla þá, er hann vilja nota. — Þá kemur líka Andvari með ýmsan
fróðleik. Hannes Hafstein, sýslumaður, sem svo lengi hefir þögull
setið í valdsmanns-sessi sínum, ritarþarum þjóðfund íslendinga 1851,
en framan við ritið eru myndir af fimm helztu þjóðfundarmönnunum,
Eggerti Briem, Jóni Guðmundssyni, Jóni Sigurðssyni, Halldóri Jóns-
syni og Kristjáni Kristjánssyni. Síðast í ritinu standa kvæði tvö eftir
hann líka og munu þau áður hafa prentuð verið. Annað eru íslands-
ljóð, sungin á aldamótahátíð ísfirðinga 1. jan. 1901. Hitt er ort við
áraskiftin 1901—1902. Bæði kvæðin eru herhvöt til þjóðarinnar að
rísa nú upp sem endurfædd þjóð, svo að huzsjótiir rœtint og aftur fari
að morgna. Sami karlmenskubragurinn er yfir kvæðum þessum eins
og kvæðum hans frá yngri árum. En það er naumast í þeim sami
hraðinn, sami eldurinn, sama spriklandi æskufjörið. Það er ekki
laust við, að þau séu dálítið þunglamalegri en búast hefði mátt við. —
Embættis- og flokksbróðir Hannesar, Lárus H. Bjarnason, ritar um
stjórnarskrármálið, Bogi Th. Melsted um heimastjórn eða Hafnarstjórn.
Svo Andvari, sem áður hefir farið svo spaklega, ríður nokkuð vígalega
fram á völlinn í þettasinn. Síra Þórhallur áréttar með nokkurum orð-
um tilkjósenda. Og Halldór Jónsson ritar um bankamálið. Þorvaldur
Thoróddsen leggur til nokkura þætti úr jarðfræði Islands. Það verður
talið Andvara til gildis, að þar er þ5 verið ósleitilega að ræða áhuga-
mál þjóðarinnar nú í þetta sinn og er það góðra gjalda vert. — Þriðja
og síðasta hefti af þjóðmenningarsögu Norðurálfunnar er þriðja bókin
af ársbókum félagsins. Það er fjörugt og skemtilega rituð bók og ef-
ast eg ekki um, að þeir, sem hún einkum er ætluð, hafi nokkurt gagn
af að lesa hana, þó fljótt sé yfir sögu farið og nokkuð lauslega.
ísafoldarprentsmiðja heldur áfram að gefa út Fornsöguþættina.
sem þeir Pálmi Pálsson og síra Þórhallur Bjarnason hafa búið til
prentunar, og áður hefir verið getið um í Aldamótum. Komin eru
nú fjögur af þessum einkar hentugu smákverum. fyrsta kverinu
eru brot úr Eddunum, svo menn fá þar skýrt og greinilegt yfirlit yfir
goðafræ*ina gömlu og átrúnað feðra vorra; þar eru líka brot úr Forn-
aldarsögum. öðru kverinu eru brot úr Njálu, og eru þeir kaflarnir
valdir, sem bezt lýsa helztu söguhetjunum. þriðja kverinu fáum
vér að sjá Hörð Grímkelsson, Skallagrím, Egil son hans, Einar skála-
glamm, Helgu hina fögru, Blundketil, Björn Hítdælakappa, Arnór
jarlaskáld, Þórólf Mostrarskegg, Snorra goða, Víga-Styrr, Steinþór á
Eyri, Björn Breiðvíkingakappa, Þórstein surt, Halldór Snorrason. I
fjórða kverinu koma þau Þórólfur bægifætur, Arnkell goði Þórgunna,
Unnur djúpúðga, Höskuldur Dala-Kollsson, Ólafur pái, Kjartan Ólafs-
son, Guðrún Ósvífursdóttir og Gestur Oddleifsson. Með því að lesa
þessi litlu kver kynnast menn helztu söguhetjunum íslenzku í fornöld.
Fjölda af unglingum þykir aðgengilegra að lesa þessar litlu bækur og
fá þar að vita alt um mennina, sem þeir svo oft heyra um talað úr
fornsögunum, en að taka sögurnar og lesa þær í heild sinni, En á
hinn bóginn fer hvern þann, sem þessi litlu kver hefir lesið, að langa
til að lesa sögurnar í samhengi. Skýringar eru fáeinar aftan við kver
jpessi, en vel hefðu þær mátt vera nokkuð fleiri og ítarlegri en þær eru,