Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 167
er þaS of óþroskaö og barnalegt. KœrleiksheimiliS
þekkja menn frá „Verðandi. “ Það er ein af betri
sögunum hans, en engan veginn sú bezta. Hans
vöggur er lagleg smásaga, sem mönnum þykir gaman
aö sjá hér aftur. Þó hún sé ekki nema fáeinar blað-
síður, sýnir sú lýsing hans af vatnskarla lífinu í
Reykjavík skaplyndi og hjartalag höfundarins einstak-
lega vel. Þá er IJppreistin á Brekku og Sveitasœla,
hvorttveggja gripið út úr íslenzku lífi. — Þriðji kafli
bókarinnar er fyrirlestrar, en þar stendur að eins
einn fyrirlestur, LífiS í Reykjavík, og er hann ekki
það sízta í bókinni. Óvíða tekst höfundinum betur
upp en einmitt í þeim fyrirlestri. — Fjórði kaflinn er
þýðingar eftir rússneska skáldið Iwan Turgenjew, eins
konar Ijóð í óbundnu máli, smákaflar örstuttir; þrír af
þeim eftir aðra höfunda, og allir þeirra hafa eitthvað
til síns ágætis. Fimti kafiinn er ritgerSir; eru þær
að eins örstuttar, önnur A Sfangadagskveld í Winni-
peg, en hin Náttuglur, báðar svo einkennilegar, að þær
geta vel átt hér heima. Þá er bókin á enda. Niður-
röðun efnisins er næsta undarleg; það er gjörð sú
grein fyrir henni, að hún sé engin. Hvert hefti á
að hafa ofurlítinn mola af öllum þeim tegundum
bókmentanna, sem höf. lagði einhverja rækt við.
Alt verður því á víð og dreif og hvað innan um annað.
En hvað, sem um þetta má segja, ættu þeir, er
bókum unna og íslenzkan skáldskap kunna að meta,
að eignast þetta hefti, hvernig sem fara kann urn
áframhaldið. Það er hreinasta nautn að fá eitthvað
annað en eintóm ljóð til að moða úr. Og flest, sem
Gestur Pálsson sagði, er þess eðlis, að það vekur
hugann í einhverja átt. Að sönnu hafa mörg af kvæð-
unum og Svanurinn lítið gildi. En alt hitt hefir eitt-
hvað til síns ágætis og að taka fyrirlestra höf. með í
safn þetta og hið einkennilegasta af ritgjörðum hans,
tel eg alveg rétt.