Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 166
I/O
sem þau valda. Hann haföi aö mörgu leyti skilyröi
til aö veröa eitt hiö stærsta skáld, sem þjóð vor hefir
eignast, og hafa meiri áhrif á hana til góðs en flestir
aðrir. En til þess var lund hans of þreklítil og vilj-
inn allur á víð og dreif. Hann skorti til þess hið
mikla aðal-skilyrði, að hafa vald yfir sjálíum sér.
Ahrif vor á aðra menn fara mjög mikið eftir því valdi,
sem vér höfum á sjálfum oss. Sá kraftur til góðs,
sem einn maður á yfir að ráða, stendur í beinu hlut-
falli við þann sigur, sem hann hefir unnið yfir sjálfum
sér. Það var ógæfa sár og sorgleg fyrir þjóð vora, að
Gestur heitinn hafði minna vald yfir sjálfum sér en
flestir aðrir. Fyrir það varð skáldskapur hans ekki
nema skuggi af því, sem hann hefði getað orðið. Og
það var ógæfa fyrir Gest heitinn sjálfan svo skelfileg,
að hún lagði alt líf hans í eyði. Hinn innri maður
hans var þess vegna eins og guðvefur, sem allur var
sundur rifinn og tættur af óvinarhöndum. Af þessu
ber allur skáldskapur hans sterkar menjar; það varpar
skugga á hann og dregur úr áhrifum hans. Það veld-
ur því, að sá Gestur, sem vér eigum í bókmentum
vorum, er ekki tíundi hlutinn af þeim Gesti, sem vér
áttum að eiga.
Hér er prentað þó nokkuð af kvæðum hans, lík-
lega allur þorrinn. Þvf hann orti ekki mikið í Ijóðum
og lét það ekki neitt sérlega vel. Það er ekki hægt
að segja, að mikið kveði að neinu kvæði eftir hann.
,,Betlikerlingin“ hefir líklega betur fest sig í minni
manna en nokkurt annað kvæði eftir hann, enda
eru tilþrifin þar ágæt. Kvæðin mynda fyrsta kafi-
ann í þessu hefti og ná þau yfir 54 bls. —Þá koma
sögur. Gestur heitinn náði sér langbezt niðri sem
söguskáld. I þeirri skáldskapartegund hefði hann ef
til vill getað orðið heimsfrægur maður, ef hann hefði
fengið að njóta sín. Fyrstasagan, Svanurinn, er prent-
uð hér eftir eigin handriti höfundarins. Bezt gæti eg
trúað,að Gestur heitinn hefði ekki kært sigsérlega mikið
um að sjá það æfintýri í slíku safni eftir sig. Til þess