Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 86
90
sig svo úr Congregationalista-kirkjunni og stofnaöi
,,Síon“ í Chicago. Hann læknar og gjörir kraftaverk.
Hann hefir bygt upp heila borg af fylgjendum sfnum.
Peninga hefir hann ótakmarkaSa og byggir hallir og
musteri. Nýlega hefir hann lýst yfir því, aS hann
ætli sér meS tímanum aS kaupa Jerúsalem á GySinga-
landi. SömuleiSis hefir hann lýst yfir því, aS hann
sé Elías spámaSur aftur kominn til aS greiSa Kristi
veg. Lærisveinar hans trúa þessu statt og stöSugt.
Allir lifnaSarhættir í Síon eru eins og var á dögum
nýja testamentisins.
Hér mætti líka nefna hina allra nýjustu hreyfingu
í þessa áttina, hinn svo kallaSa Zoism, sem líka á
upptök sín í Chicago. NafniS er dregiS af gríska
orSinu zoe, sem þýSir líf. TrúarbrögS þessi leggja til
grundvallar lækningar og kraftaverk fyrir áhrif þess,
er þau kalla Zone, og sem á aS vera ,,alheimslegt, alt-
fyllandi, skapandi afl“, ,,andi lífsins“, ,,guS-hugs-
unin. “ Þetta dularfulla afl nær til manns, þegar
maSur ekki stendur á móti því, og fæst fyrir handa-
uppáleggingar þeirra, sem fullkomnir eru. Zóistarnir
trúa á ódauSleika líkamans, þegar menn svo full-
komnist, sem líka muni bráSum verSa, aS þeir gefi
sig meS huga og sál undir áhrif lífskraftarins, Zone.
Einnig þeir byggja kenningar sínar á nýja testament-
inu eins og Dowie og Christian Scientists. Og eins
og aSrir flokkar dulspekismanna þykjast þeir vera
komnir miklu lengra en aSrir á vegi fullkomnunar-
innar.
* *
í ofur-stuttu og ófullkomnu rnáli hefi eg gjört
grein fyrir fáum hinum helztu stefnum, eSa hreyfing-