Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 138
142
eða stungið niður penna, skal eg ekki þreytast á að
eniurtaka þetta aftur 04 aftur með öllum þeim litla
mætti, sem mér er ge'im.
Eg vona.að þessi litla byrjun, sem heimatrúboðið
danska hefir gjört á Islandi, verði til þess að opna
augu kristinna áhugamanna þar fyrir þýðingu slíkrar
starfsemi fyrir þjóðlífið. Eg vona, að hún verði til
þess, að Island eignist alíslenzkt heimatrúboð áður
langar stundir líða. Eg vona, að þess verði ekki
langt að bíða, að einhverjir elski þjóð sína svo heitt,
að þeir hefjist handa, og gangi í kristilegt fóstbræðra-
lag, til að ráða bót á kirkjulegum meinum fólks vors.
Eg vona, að það heimatrúboð verði skipað Islending-
um einum og að það fé, sem við þarf, til að reka
slíka starfsemi, verði tekið úr íslenzkum vösum, —
verði frjálsar kærleiksgjafir frá þeim, sem eitthvað
vilja af mörkum láta til að vinna hið stærsta kærleiks-
verk, sem unt er af hendi að inna fyrir nokkura þjóð,
-—mð vekja hana frá dauðanum til lífsins — vekja
hana til meðvitundar um sjálfa sig og hina guðlegu
köllun sína.
En það hlytu á þessu að verða svo margir gallar,
segja menn. Kostirnir, sem það hefir í för með sér,
yrðu ekki nægir til að vega upp á móti göllunum.
Heimatrúboð er hvarvetna eitthvað gallað : I Ame-
ríku, á Englandi, Þýzkalandi, í Noregi, ekki síður en
í Danmörk. Og þetta er að nokkuru leyti satt. Það
er eflaust alls staðar hægt að sýna einhverja galla,
eins og reyndar ávalt er hægt, þar sem aumingja,
ófullkomnir menn eru eitthvað að reyna að gjöra.
Hvarvetna gallaðir menn, og hvarvetna gallar á fram-
kvæmdum og fyrirtækjum. Gallaður kristindómur,