Aldamót - 01.01.1902, Blaðsíða 127
sönnum atkvæðamönnum. Þó þeir að líkindum séu
fleiri uppi með þjóð vorri nú en þeir hafa verið um
langan tíma undanfarinn, eru þeir samt mikils til
of fáir.
Allar fraintíðarvonir hennar eru á því bygðar, að
þeim fjölgi nú á næstu áratugum. Henni liggur lífið
á því. Hún kallar nú á alt það, sem kann að vera í
leyndum, alt það af hæfileikum og hjartalagi, sem
til kann að vera í íslenzkum brjóstum, bæði karla og
kvenna, hvort heldur austan hafs eða vestan, og segir:
Komið nú fram ! Liggið ekki á liði yðar ! Leggið
mér nú lið með orði og athöfn, hönd og hjarta !
Vér megum með engu móti láta það á sannast,
að vér séum þjóð vorri eins og glataðir sauðir; hún
hafi hér eftir ekki af oss hið allra-minsta gagn. Nei,
Vestur-íslendingar, íslenzkir námsmenn ekki sízt, eiga
að gjöra eitthvað líkt og synir íslenzkra höfðingja
gjörðu í fornöld. Þeir fóru víðs vegar út um heiminn,
dvöldu við hirðir konunganna, voru fremstir í hverri
fylking, þegar barist var, létu enga breyting, sem uppi
var með þjóðunum, fara fram hjá sér. Þeir unnu
tvent í einu. Gjörðu fósturjörð sína fræga út um
heiminn og létu fjörið og menninguna, sem þeir sáu
erlendis berast heim til íslands.
Námsmanna hópurinn íslenzki í Kaupmannahöfn
hefir oft og tíðum veitt býsna sterkum andlegum
straumum inn í þjóðlíf vort. Sumir þeirra hafa verið
góðir og heillavænlegir. Aðrir hafa aftur verið lélegir
og lítt bætandi.
Islenzkir námsmenn hér í Winnipeg ættu ekki að
standa neitt lakar að vígi með að senda fósturjörð
sinni frjóvgandi andlega strauma, sem verða mættu til